Landsbyggðin.

Er ekki kominn tími til að við flytjum til baka í litlu þorpin?

Þeir sem fluttu frá þorpunum til Reykjavíkur til að eltast við vinnu o.f.l. koma til með að flytja til baka (nema það verði unga fólkið sem flytur út á land, það er jafnvel ennþá betra)
Svo þegar þeir verða komnir í kyrrð náttúrunnar og upplifa samkennd litlu þorpanna mun rifjast upp fyrir þeim að þetta var það sem alltaf vantaði fyrir sunnan.

Þar sem er atvinna og húsnæði á viðráðanlegu verði, þangað mun fólk leita í nánustu framtíð.  Það verður gaman að sjá byggðirnar blómstra á ný.

Sjálf myndi ég gjarnan vilja komast í búskap en jarðnæði kostar meira en ég get þénað á minni ævi og því útséð um það.  Á sama tíma og ég þrái að komast í sveitina hefur hver jörðin eftir aðra lagst í eyði því afkomendur vilja ekki búa á þeim eða ósamkomulag erfingja gerir það að verkum að allt grotnar niður án þess að nokkuð verði að gert. 


mbl.is Fólksflótti frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Samkennd litlu þorpanna...piff. Má ekki freta án þess að öll sveitin frétti af því innan fimm mínútna. Má ég frekar biðja um afskiptaleysi borgarinnar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Landi

Ég minntist á það í einni færslu hjá mér 26 mars að það væri fá annað í stöðunni hjá mörgum Íslendingum að flýja land,staðan hefur bara versnað frá þeim tíma svo að þetta kemur mér ekki neitt á óvart..

Hefði ég sjálfur tök á að fara væri ég farinn,helst niður á key West á humarveiðar,nema hvað að nú í dag er bara borgað um 5 dollara fyrir pundið en var fyrir 2 vikum 7-10 dollarar á pund. Og Gallon af bensíni var þá 3.75 dollar,aðeins dýrari en fyrir ofan brýrnar.

En það er víst fínt að vera þar núna,um 30 C° hiti og litið um túrista þar sem dollar og evra eru það dýr að fáir sem fara þangað núna.

Landi, 21.10.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ég efast ekki eitt augnablik að landsbyggðin bíður uppá annarskonar og rólegra líf.  Ég á samt ekki von á að fyrirtækin sem seldu kvótann úr byggðinni rísi aftur.   Það þarf að endurskipuleggja kvótakerfið og binda það byggðarlögunum.

Ég haf alla mína hunds og kattartíð búið í borginni og heldur ragur að taka mig upp.

Ragnar Borgþórs, 21.10.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Ragnar Borgþórs

P.S.

Fyrir fjórum árum kom ég atvinnu minnar vegna á Ísafjörð og síðan 3 sinnum aftur.  Ég hreifst svo af fólkinu og byggðinni að mig langaði að flytjast þangað, skömmu seinna hiti ég félaga minn sem búið hafði á Patró hann spurði mig hvort ég hafi komið þarna að vetri til, "end of story" hætti við.

Ragnar Borgþórs, 21.10.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband