Helvítis fokking fokk dugir ekki lengur.

Ég er enginn pólitíkus og hef ekki haft sérstaklega gaman af pólitík.
Undanfarið hefur mér hitnað í hamsi en þegar ég tala um mótmæli þá heyri ég úr mörgum áttum "það þýðir ekkert" "það breytir engu" og "tilgangslaust að mótmæla nema að það sé á hreinu hvers við krefjumst" 

Ég settist því niður og hugsaði hvað myndi ég gera ef ég réði núna.  Útkoman er þetta uppkast hér sem að sjálfsögðu er ekki fullkomið en ég er a.m.k. að reyna að finna lausnir, ekki bara að finna að.

 

Uppkast að aðgerðum til að bjarga Íslandi.

Utanþingsstjórn Komið sé á utanþingsstjórn sem sé neyðarstjórn sem taki ákvarðanir næstu 4 árin í stað alþingis og ráðherra áður.  Utanþingsstjórn sé skipuð tveimur úr hverjum núverandi stjórnmálaflokki, X mörgum úr fræðigeiranum og viðskiptalífinu og X mörgum úr hverjum landshluta, valdir af handahófi og boðin seta að undangengnu viðtali/prófi sem gerir ráð fyrir meðalgreind að lágmarki.
Allar ákvarðanir utanþingsstjórnar þessarar miði við að um neyðaraðgerðir sé að ræða en að síðan verði kosið á ný til alþingis sem taki við hinu nýja þjóðarbúi og tilheyrandi ákvörðunarvaldi.

Eignaupptaka Bankar, orkuveitur og fiskveiðikvótinn séu tekin eignarnámi í þágu þjóðarhagsmuna. (Utanþingsstjórn taki ákvörðun um hvort að neyð kalli til þess að taka þurfi fleiri fyrirtæki eignarnámi)
Þeir sem hafa "átt" og hirt arð af kvóta fái ekki bætur en þeir sem eru skuldsettir eftir núleg kvótakaup fái sanngjarna meðferð.  Kvóta sé dreift á byggðarlögin í landinu til að skapa þar atvinnu.  Bankar séu ríkisvæddir (a.m.k. til bráðabirgða) og þeim sé gert að ganga þannig frá málum að enginn einstaklingur/fjölskylda borgi meira en ákveðna prósentu af mánaðarlaunum sínum til lána vegna eigins húsnæðis og gert ráð fyir að umfram kostnaður vegna lána framyfir X ár verði felldur niður og nýju þingi gert að marka nýja stefnu varðandi húsnæðismál framtíðarinnar.
Komið sé á virku ráði sem fer með mál þeirra einstaklinga/fjölskyldna sem ekki falla sjálfkrafa undir fyrri lið.

Stjórnmál Stjórnmálaflokkarnir í því formi sem nú er - séu lagðir niður með lagavaldi og gerðir upp til að fyrirbyggja áframhaldandi ítök gamalgróinna valdablokka.  Lagður lagagrunnur að uppbyggingu nýrra stjórnmálaflokka með það að markmiði að lýðræðislegar kosningar fari fram eftir 4 ár og alþingi verði endurreist.

Atvinnulífið Fræði og atvinnulífsnefnd utanþingsstjórnar beiti sér til að efla atvinnulíf og koma hjólum efnahags af stað á ný með hjálp kvótans og fjármuna bankanna og hæfilegri sköttun á fyrirtæki og almenning.

AGS stefnan verði sett á að ljúka afskiptum AGS af landinu eins fljótt og unnt er.

 

Mér finnst að í stað þess að þurrka út millistéttina á Íslandi, auka fátækt og koma orku og öðrum verðmætum í eigu erlendra fyrirtækja sem bera hag lítilla þjóða ekki fyrir brjósti, þá þarf að leggja allt kapp á að gera millistéttina sterka því hún hefur breiðu bökin sem koma til með að halda okkur uppi.  Endalausir skattar og ESB er ekki lausnin í okkar málum og því þarf að koma Steingrími og Jóhönnu frá áður en búið verður að falbjóða okkur fyrir slikk. 
Ég dreg ekki taum neins stjórnmálaflokks en ég held að gott væri að geta nýtt reynslu og þekkingu sem er til staðar í þágu þjóðarinnar en ekki bara eyða allri orkunni í að halda "hinum" flokknum niðri og/eða hefna sín á honum.

SAMAN STÖNDUM VÉR - SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR.

Ísdrottningin vakin af dvala sínum.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður pistill.

Heimir Tómasson, 4.10.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband