Hrynjandinnar

Ætli þetta sé hin rétta notkun á orðinu hrynjandi?

Þá hefur máltilfinningu minni farið aftur því ég hélt að það væri talað um hrynjandann sem beygðist þá: hér er hrynjandinn um hrynjandann frá hrynjandanum til hrynjandans. 

Og þá myndi maður tala um hrynjanda tónlistarinnar en ekki ,,hrynjandi tónlistarinnar"    Ennfremur: Niðurstaðan sé einfaldur hrynjandi en ekki ,, Niðurstaðan sé einföld hrynjandi á borð við rave- og trance"

Hvað segið þið hin? 


mbl.is Björk saknaði hrynjandinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ég skrifaði einu sinni grein í Moggann þar sem orðið hrynjandi kom fyrir. 'Eg skrifaði það svona: "einföld hrynjandi" og það var leiðrétt í prófarkalestri í "einfaldur hrynjandi".  Ég tel að þetta sé enn óbreytt.  Hef mikla trú á prófarkalesurum Moggans

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 21:22

2 identicon

Hrynjandi er kvenkynsorð og beygist því eins og í fréttinni. Þú getur slegið inn ,,hrynjandi" hér: http://www.ismal.hi.is/malfar/ og séð hvernig það beygist.

Ásdís (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Þarna hljóp prófarkalesari Moggans á sig. Hrynjandi er óbeygjanlegt kvenkynsorð. Svo kastaðu þessari trú þinni hið fyrsta og hallaðu þér að góðum orðabókum og öðrum haldreipum í notkun málsins.

Hrynjandi verður vandræðalegt stundum þegar búið er að hengja greini í rófuna og bregða því í þágufall. Fyrirsögnin er hreinn óþarfi. Björk saknaði ekki "hrynjandinnar" ef marka má fréttina heldur tóla og tækja sem menn eru hættir að nota.

Svo held ég að það sé ekki vit í því að segja að maður "geri hrynjandi" eins og Björk er látin segja í fréttinni. Hrynjandi er gamalt orð um bragarhátt, þ.e. vísar til þess í hvaða formi eða undir hvaða hætti fólk gerir hlutina. Ég held að maður smíði/búi til hrynjandi eða spili/syngi undir einhverjum hrynjandi en geri þá tæpast.

Þessi hrynjandipæling minnig mig á annað sem rétt er að tala um ef einhver hefði gagn af því:  Fólk heldur gjarnan að öfgar sé karlkynsorð í fleirtölu og jafnvel eintalan sé öfgi. Þetta er alrangt. Öfgar eru kvenkynsorð í fleirtölu og ég held það sé ekki til nein eintala.

Kær kveðja.....

Pétur Tyrfingsson, 6.3.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Ja ég hef lítið vit á hrynjanda EN engu að síður þótti mér skirf í gestabók mína áhugaverð og verð ég helst að fá að vita meira STRAX!!! Enda ekki talin manneskja sem er þekkt fyrir að geta beðið... mikið! 

Eydís Rós Eyglóardóttir, 6.3.2007 kl. 22:00

5 identicon

Hrynjandi er kvenkynsorð og því "hún hrynjandin". En hitt er annað mál að nafnið Björk er beygt vitlaust í greininni og talað um "viðtal við Björku". Það er alrangt og beygist nafnið Björk ekki eins og Björg (um Björgu).

Inga Rós (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Ísdrottningin

Takk fyrir góð viðbrögð við skrifum mínum og héðan eftir ætti ég að geta nýtt mér hrynjandi tungunnar *glottir* og væntanlega skrifað það rétt.

Ég hef ávallt talað um þær öfgarnar þannig að þar stend ég betur að vígi en með vorn ágæta hrynjandi. (Vona að þetta sé rétt hjá mér svona).

Ja hérna hér, mér varð svo starsýnt á orðið hrynjandi að ég tók ekki einu sinni eftir beygingunni á nafni Bjarkar.  

Ísdrottningin, 6.3.2007 kl. 22:50

7 identicon

Ég bý til orðið taktmunstur.  Skiljanlegt á nútímamáli.

gp (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 23:42

8 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Halló vinkona. Nei.... þú stendur ekki betur að vígi ef þú ert með "vorn ágæta hrynjandi".  Við tölum um vorn ágæta forseta sem er heldur betur karlkyns. Dorritt er kvenkyns og margir eru ánægðir með vora ágætu forsetafrú. Hvað verður þá um hrynjandi? Þursaflokkurinn stendur betur að vígi með vora ágætu þjóðlegu hrynjandi en.......

Afsakið... en ég er alls ekki að reyna að vera leiðinlegur. Þessi bannsett hrynjandi vefst bæði um tungu, höfuð, eyru og jafnvel tennur líka.

Pétur Tyrfingsson, 7.3.2007 kl. 00:27

9 identicon

En hvernig á að beygja orðið arinn í ft. Tungan í mér marg komin í hnút , en kemst ekki að réttri niðurstöðu held ég. Örnunum??? Ekki finnst mér að það geti verið rétt. 'islendingur í útlöndum.

camilla Heimisdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 06:34

10 Smámynd: Magnús Ragnar Einarsson

Þetta er afskaplega klúðursleg þýðing á viðtalinu. Björk segir "But I definitely missed my rhythms. I mean, I love rhythms"

Blaðamaðurinn þýðir rhythm ýmist sem taktur eða hrynjandi svo úr verður nokkuð torkennileg suða. En hrynjandi er kvk orð hvað sem öðru líður.

Magnús Ragnar Einarsson, 7.3.2007 kl. 09:13

11 Smámynd: Ísdrottningin

Taktmynstur er skiljanlegt, GP ég er sammála því.

Pétur, mér þykir á engan hátt leiðinlegt að fá fræðslu um atriði sem stendur í mér og málvitund minni, ég vil læra og bæta mig.

Hallur, sæll félagi *skellihlær* önd hvað, eitthvað fyrir Jóakim?  

Valdimar, já það er sniðugt að tengja það við stígandi. Takk fyrir það.

Camilla, já það er hægt að ,,ofhugsa" orð, sérstaklega þegar maður er langt frá löndum sínum.  En ég myndi halda að við segðum: hér eru arnar um arna frá örnum til arna og með greini: hér eru arnarnir um arnana frá örnunum til arnanna?  Er einhver ósammála þessu?

Já Magnús, ég er sammála því að þýðingin er klúðursleg og ekki bætir úr hve orðið hrynjandi getur vafist fyrir manni.

Takk fyrir mig öll sömul. 

Ísdrottningin, 7.3.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband