7.3.2007 | 16:48
Saurugur hugsunarháttur.
Ég verð bara að játa það að ég er alveg bit.
Ég rakst á þessa grein: http://kolbeins.blog.is/blog/kolbeins/?nc=#entry-140073 sem sló mig alveg út af laginu.
Er ekki í lagi með fólk, hverskonar hugsunarháttur er þetta?
Ég skoðaði Fermingarblað Smáralindar fyrr í dag og klám var ekki eitt af því sem kom upp í huga mér. En hins vegar eftir að hafa velt þessu fyrir mér núna get ég séð að einhverjir gætu séð eitthvað klámfengið við sumar myndirnar. Slíkt gerir þær þó ekki að klámi í mínum huga heldur vitnar einungis um hugsunarhátt og saurugt ímyndunarafl þeirra sem um ræðir.
Ég hélt að það væru einungis barnaníðingar sem sæju svo skelfilega hluti út úr myndum af börnum eins og þessi stúlka/kona sem skrifar greinina virðist gera.
Ef þetta væri ekki svona sorglegt þá myndi þetta einna helst minna á söguna um manninn sem fór til geðlæknis. Geðlæknirinn sýndi honum blekblett á blaði og spurði manninn hvað þetta væri ,,nakin kona" sagði maðurinn. Geðlæknirinn sýndi honum annað blað og spurði hvað þetta væri. Maðurinn svaraði að bragði ,,kynfæri" Svona gekk þetta um stund uns geðlæknirinn sagði við manninn ,, Klám virðist vera þér mjög hugleikið" Maðurinn svaraði að bragði ,,Hvernig má annað vera þegar þú sýnir manni allar þessar klámmyndir.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æjæj ætli sé ekki hægt að fara inn í færsluna aftur til að laga linkinn?
Ísdrottningin, 7.3.2007 kl. 16:51
Þú ættir að geta lagfært linkinn... annað væri mjög skrítið...
Eydís Rós Eyglóardóttir, 7.3.2007 kl. 17:49
Ég er að reyna að læra á þetta allt saman...
Hvað finnst þér um skrif þessarar konu sem ég vísaði á?
Ísdrottningin, 7.3.2007 kl. 18:23
Til að setja link inn hef ég þurft að setja hann inn í word skjal og búa til eitt bil á eftir, þá verður hann virkur. Síðan copyera ég hann, set hann inn í bloggið sem ég er að skrifa og þá er hann virkur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 19:22
Lesturinn sem bíður manns þegar linkur hefur verið coby paste-aður í browserinn er ekki á skemmtilegum nótum. Held að um oftúlkun sé að ræða á þessum auglýsingapésa Smáralindar, ja eða mjög fróða manneskju um klám og allt sem því tengist
Eydís Rós Eyglóardóttir, 7.3.2007 kl. 22:14
Mér finnst bara að orðalagið sem hún notar í grein sinni hljóti að vera meira meiðandi fyrir stúlkuna á myndinni og hennar fjölskyldu heldur en myndin nokkurn tíman fyrir almenning.
Ísdrottningin, 8.3.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.