24.3.2007 | 16:59
Smjörlíkisauglýsing.
Á öllu má nú eiga von en heldur þykir mér það klént þegar fyrirtæki skella inn heilsíðuauglýsingu í dagblað (í þessu tilfelli Fréttablaðið) og skrifa þar stórum stöfum um miðbik blaðsíðunnar:
,, Láttu hjartað ráða næst þegar þér langar í bakkelsi..."
En kannski er ég bara að misskilja eitthvað, kannski er það einfaldlega svo að auglýsingunni sé sérstaklega beint að fólki með þágufallssýki..... Að því sé ætlað að vera of heimskt til að skilja annað en þágufallssýkina og þar með komist auglýsingin frekar til skila til þeirra sem líklegastir séu til að kaupa eitthvað tengt smjörlíki.
Ég vil taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að orð mín hér að ofan eru kaldhæðni, ádeila á mjög áberandi villu í fjölmiðli og alveg sérstaklega skammarlega þar sem auglýsing sem þessi hefur væntanlega farið í gegn um undirbúnings og/eða samþykkingarferli hjá starfsfólki ÍsAm, starfsfólki auglýsingastofunnar og starfsfólki Fréttablaðsins.
Þar fyrir utan hef ég enga trú á hollustu smjörlíkis sem er ekki náttúruleg afurð heldur mannanna tilbúningur, sem sagt unnin matvara og þar með eitt af því sem ber að varast þegar hugað er að heilsu og hollustu. Það er hins vegar skiljanlegt að fyrirtæki reyni að auka markaðshlutdeild með flestum tiltækum ráðum og þeir sem ekki vilja vita betur geta kokgleypt við auglýsingaskrumi og zero hollustu fyrir mér.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.