1.4.2007 | 17:56
Loksins.
Nú get ég hætt að velta vöngum yfir því hvort að það sé réttlætanlegt að vera áskrifandi að Stöð tvö. Það hefur verið erfiðara og erfiðara að réttlæta það fyrir sjálfum sér að halda áfram áskrift þegar áhuginn á dagskrárliðunum verður æ minni. Kannski er þetta bara þroskamerki en ég nenni ekki lengur að hanga yfir engu.
Þá er spurning hvort lestur bóka dugi til eða hvort annarskonar áskrift sé til þess fallin að taka við af Stöð 2. Fjölvarp þykir mér áhugaverður kostur enda fjölbreytt úrval í boði s.s. National Geographic, Discovery, BBC, og norrænu sjónvarpsstöðvarnar svo eitthvað sé upptalið.
Ef það verður ofaná þá eru tveir kostir í stöðunni, fjölvarp hjá Stöð 2 þar sem stærsti pakkinn kostar 4220 kr. (s.k.v. eina sýnilega verðlistanum á síðunni þeirra en verðskrár þeirra ku vera ,,í vinnslu") en stærsti pakki Skjásins kostar 4125 kr. Miðað við upptalningu á vefsíðunum þeirra þá er fjölvarp Stöðvar 2 með 32 stöðvar (mér sýnist vanta inn í það Evrópustöðvarnar, frönsku, ítölsku, pólsku og þýsku... sem mér þykja hvort eð er ekki það áhugaverðar) en fjölvarp Skjásins er með 70 stöðvar (að vísu eru a.m.k. sjö af þeim, plús-stöðvar, þ.e. viðbótarstöðvar við þær sem fyrir eru).
Þannig að næsta skref er þá að ákveða hvor er betri, brúnn eða rauður... Og skella sér svo á þann pakka sem áhugaverðari reynist.
Takk Stöð 2 fyrir að gera ákvörðunina svo auðvelda sem raun ber vitni og takk fyrir samfylgdina fram að þessu.
Áskrift að Stöð 2 hækkar um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.