Sóðarnir okkar.

Hverjir skyldu það nú vera? 

Jú, það eru börnin okkar. 

Nú hneykslast einhver og segir ,,nei, börnin mín gera ekki svoleiðis" en ég skora á ykkur að fylgjast með börnum og unglingum nálægt sjoppum og bakaríum skólanna.  Þau fara og kaupa sér sykurskammtinn sinn (sem oftar en ekki er eina næringin þeirra) og henda svo umbúðunum þar sem þau standa þegar þau taka síðasta bitann/sopann.  Og af hverju ekki, hvernig eiga þau að læra og vita betur þegar þetta bitnar ekki á þeim sem sóðaskapnum valda?

Svo vaxa þessi börn úr grasi, fá bílpróf og geta þá dreift rusli mun víðar en áður, ekki viljum við að bíllinn fyllist af rusli, oj bara.

Þetta hefur viðgengist allt of lengi.  Við búum í þjóðfélagi einnota hluta og það eru skilaboðin sem við höfum gefið börnunum okkar, þetta sjáum við t.d. glöggt á sumarhátíðunum þegar unga fólkið skilur eftir sig sviðna jörð, allt eyðilagt sem hægt er að eyðileggja, rusl allstaðar og heilu fjöllin skilin eftir af viðlegubúnaði.  Af hverju að taka notað dót með heim þegar hægt er að kaupa nýtt fyrir næstu ferð?

Er ekki kominn tími á þegnskyldu í skólum landsins? 

Jú, það þykir mér.  Ég vil meina að við getum kennt börnunum okkar betri umgengni við umhverfið ef þau eru látin taka virkan þátt.   Ég myndi vilja að komið yrði á í skólunum svokallaðri umhverfisgæslu þar sem krakkarnir eru látin tína upp rusl, sópa fyrir utan sjoppur eða verslanir, bletta yfir krot á veggjum og girðingum og þannig bæta það sem krakkarnir yfirleitt gera af sér í okkar umhverfi.

Þau myndu læra mjög fljótt að það borgar sig ekki að fleygja rusli, krota á veggi o.sv.fr. því þá er meira að gera fyrir þau í næsta umhverfisgæslutíma og þegar að því kemur að engin verkefni er að finna fyrir umhverfisgæsluna þá er frjáls tími í boði, video eða eitthvað annað sem þau hafa kosið sér í verðlaun.  Þau yrðu passasamari um að aðrir gangi um þeirra umhverfi með virðingu.               Ég held að það þurfi ekki að taka langan tíma að kenna börnum á þennan hátt að axla ábyrgð á eigin gerðum og nánasta umhverfi og það sem meira er ég held að slíkt sé mannbætandi og að auki gott veganesti út í lífið.

Takk fyrir mig. 


mbl.is Vorverkin hafin í Reykjavík; kostnaður við hreinsunarstörf eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

alveg rétt, styð þig ef þú vilt fá atkvæðið mitt:)

Ásta Salný Sigurðardóttir, 1.4.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var í nokkur ár með Vinnuskólan á minni könnu.  Þar var alltaf byrjað á því á vorin að týna rusl.  Í fjörunum og á almennum svæðum.  Krakkarnir sögðu mér oft að viðhorf þeirra hefði breyst við þetta.  Við ræddum líka saman um umgengni og slíkt.  Stundum fóru þau í kapp hver týndi mesta ruslið, og svo var krýndur ruslakóngur. 

Vinnuskólinn er ágætis tæki til að skóla krakkana í umgengni, en þá þurfa verkstjórar þeirra að vera vakandi og ræða þessi mál við þau.  Það skilar sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:36

3 identicon

Hverjir eru það sem eiga að kenna börnunum að henda ekki rusli út um allt!!! Þetta er eins og annað sem foreldrum ber að kenna börnum sínum og þá að vera góðar fyrirmyndir...en það er rétt að eins ótrúlegt og það virðist þarf fólk og börn alltaf að læra "the hard way"og ekki fyrr en það situr sjálft í skítnum að augun opnist

Magga (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek undir með Möggu, við foreldrarnir berum ábyrgð á því að vera fyrirmyndir barna okkar!

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 13:34

5 identicon

Það er nú það, margt fullorðið fólk sem ég hef séð a.m.k. eru alveg hræðilegar fyrirmyndir, hendandi rusli bókstaflega þar sem það stendur og kaupa nýja kaffikönnu um leið og það kemur smá kaffilykt af "þeirri gömlu".

Væri kannski ráð að byrja á að kenna fullorðna fólkinu?

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband