Elskulegir menn í Afríku

Gaman að því hvað þeir virðast hafa mikinn áhuga á mér þarna úti í Afríku.

Fyrst fékk ég kurteisisleg bréf frá mr. James Reshma sem vinnur í Auditing and accounting department. Bank of Africa, Ouagadougou, Burkina Faso.  (jamessreshma4@hotmail.fr)

James lýsir einlægum áhyggjum sínum af auðæfum hins látna mr. Hazim Ibrahim frá Elixandria Egypt en sá virðist hafa gerst svo óforskammaður að hafa látist, ásamt eiginkonu, barnlaus frá háum fjárhæðum (six million US dollars) og þar eð hann á enga ættingja þá fellur það á hendur mr. James Reshma að bjarga málunum.  Hann ákvað því með leynd að fela mér málið sem ábyrgum erlendum aðila.  Það eina sem ég þarf að gera er að lána honum bankareikninginn minn til að koma fénu úr landi og þá fæ ég 25% af því og er ég beðin um að hafa samband svo hægt sé að gefa mér nánari upplýsingar.

 Næstur var mr. Bin Muda Bank of Africa, Ougadougou Burkina Faso  (bin-muda221@hotmail.com) sem skrifar urgent attention needed.  Hann ávarpar mig sem kæran vin og segir mér sorgarsögu um flugslys (vísar í síðu á BBC til staðfestingar) og 11,5 milljónir punda, hann býður mér reyndar betri kjör en Reshma eða 30% og biður mig um að hafa samband sem fyrst á mrbin.muda01@sify.com

 Þá er komið að George Tete from the desk of George Tete, Bill and exchange manager, African Development Bank of Ouagadougou, Burkino Faso tf: 00226-78-02-61-52        Hann ávarpar mig einnig sem kæran vin, segir mér sorgarsögu um flugslys, vísar á sömu umfjöllum um flugslys hjá BBC og talar um 30 milljón US dollara, býður 30% en er svo elskulegur að ætla að heimsækja mig til að ganga frá skiptingu að loknum peningaflutningi. Hann vill að ég sendi sér strax síma og faxnúmer svo hann geti náð í mig og kveður með orðunum "Trusting to hear from you immediately"

 Dr. Ali Ibrahim, African Development Bank, Ouagadougou, Burkina Faso (dr_aliibrahim26@hotmail.com) hefur sömu sögu að segja nema hvað hann skilur að ég sé hissa á því að hann skuli hafa samband við mig, um er að ræða flugslys, 15 milljónir og 30% Hann sendir mér nánari upplýsingar um leið og ég hef haft samband við hann og hann vonar að ég megi eiga góðan dag.

Idrisa Biko (idr_biko006@hotmail.com) ávarpar mig sem kæran vin og vonar að allt sé gott hjá mér og minni fjölskyldu. Hann er ekki með haus með nafni banka eins og hinir.  Hann talar um fjölskyldu sem dó í flugslysi, 5,2 milljónir punda og 35% í minn hlut.  Einnig talar hann um gull frá Burkina Faso, 335 kíló, 22 caröt, 93% hreinleika. Í lokin segir hann " I expect your urgent communication.

 Að lokum er mr. Koutaba Jean. The Account/Audit Manager, Banque de habitat au Burkina Faso, Ouagadougou, Burkina Faso, tf +(226)76059159      Hann á nú fallegasta ávarpið finnst mér: "Dear beloved.  I presumed that all is well with you and your family."  Hann heldur svo áfram "Please let this not be a surprise proposal to you because I got your contant information from the international directory in few weeks ago before i decided to contact you on this magnitude and lucrative transaction for our future survival in life.  Moreover, i have laid all the solemn trust in you before decided to disclose this successful & confidental transaction to you."  Svo talar hann um flugslysið og 5,5 milljón dollara og 35 % ágóða mér til handa.  Þessi á nú reyndar skemmtilegan kafla um að hann hafi verið svo heppinn að rekast á skjöl um hinn látna í geymslu í bankanum.  Svo vill hann að sjálfsögðu heyra frá mér hið fyrsta...

Fyrsta Nígeríubréfið barst mér 22. mars, næsta kom 31. mars.  Þann 3. apríl komu tvö í viðbót og enn komu tvö þann 4. apríl.  Sem sagt 6 Nígeríubréf á tveimur vikum á hotmail netfangið mitt, eins og það hafi ekki verið nóg fékk ég svo sent 14. apríl: "Congratulations Dear lucky winner of national lottery" Sendandi er: "THE PROMOTION EMAIL LOTTERY AWARD COMITEE NATIONAL LOTTERY OF BURKINA FASO, AFFILIATE OF NAIONA LOTTERY UNITED KINGDOM AVENUE CHARLES DE GUILE, OUAGADOUGOU BURKINA FASO" en mailið er sent frá bf_lotowin05@hotmail.fr þó svo að áhrifameira netfangs sé getið í bréfinu.

 Þeir virðast voða spenntir fyrir mér þessar afrísku elskur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Ég var meira að segja að fá enn eitt Nígeríubréfið rétt í þessu.  Þau eru greinilega send flest frá Frakklandi, ætli þeir haldi að það sé betra að senda bara nógu mörg bréf á hvern og einn til að ná frekar árangri?  

Kannski þeir viti ekki hver af öðrum.... *yppir öxlum*  Maður þreytist á svona rusli.

Ísdrottningin, 19.4.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband