18.4.2007 | 21:49
Ógnvekjandi?
Ég er farin að halda að lesendur séu smeykir við mig...
Miðað við fjölda heimsókna án athugasemda við skrif mín og kvittunarleysi í gestabók þá hlýt ég að vera harla ógnvekjandi.
Ætli það sé stafsetningaráráttan hjá mér sem hefur svona slæm áhrif á fólk *verður hugsi*
Fyrstu kynni mín af mbl blogginu voru reyndar á þeim nótunum.....
Ef einhver vill og nennir að lesa um það, þá var þetta þannig að ég var að lesa frétt á mbl.is og þar var bloggfyrirsögn sem vakti athygli mína. Nú ég las bloggið og þar eð ég, Ísdrottningin hef árum saman látið til mín taka varðandi málfar og stafsetningu á öðrum vettvangi á netinu, þá gat ég ekki annað en svarað bloggaranum með aðfinnslum varðandi málfar hans.
Ég taldi mig vera að gera þetta með stæl og með húmor en viðurkenni núna að þetta var kannski frekar kaldhæðinn húmor hjá mér... Viðkomandi var með stafsetninguna í lagi en málfræði og setningarfræði ábótavant, það sem þó var sýnu verst var að orðatiltæki voru öll meira og minna vitlaust notuð og stundum jafnvel tveimur splæst saman, næstum því á Brávallagötumáta en þó ekki með sama skemmtanagildi. Tek eitt dæmi: Uppspuni með rótum í stað uppspuna frá rótum....
Nú var það á engan hátt ætlun mín að gera manninum nein leiðindi, ég persónulega hefði skammast mín ef frá mér hefðu farið slíkar ambögur og viljað leiðrétta slíkt sem allra fyrst. Já, ég er mannleg og geri stundum villur og ég vil vera leiðrétt þegar það gerist!! Mínar aðfinnslur sneru eingöngu að málfari, ekki að efni greinarinnar (þó að það hugnaðist mér engan veginn). Með öðrum orðum, ég taldi mig vera að gera góðverk dagsins og þó svo að ég skrifaði athugasemdina í nafni Ísdrottningarinnar en ekki raunheimanafni. Ég taldi að hann myndi hafa samband við mig á netfangi mínu vildi hann vita deili á mér, ég þurfti jú að gefa upp netfang til að geta sent inn athugasemd.
Smástund seinna var búið að þurrka út athugasemd mína en ekki búið að leiðrétta textann. Undrun mín var mikil en þar eð ég sá að netfangið mitt kom ekki fram með athugasemdinni gerði ég aðra tilraun og lét netfangið mitt fylgja með í athugasemdinni með það í huga að þannig gæti hann spurt mig að raunheimanafni ef það væri honum mikilvægt án þess þó að það birtist á bloggsíðunni.
Sú athugasemd var einnig þurrkuð út án nokkurra leiðréttinga.
Þá fór ég að fylgjast með síðunni hans og skrifa fleiri athugasemdir, allar um málfar. Ég skal alveg viðurkenna það að þegar þessi bloggari þurrkaði út allar athugasemdir frá mér og tvær aðrar frá fólki sem var málefnalegt en ósammála hans skoðunum þá varð ég pirruð.
Ég sagði honum því vafningalaust að:
Undir fornar ýfast nú,
áður djúpt sem stóðu.
Þessu vinur veldur þú
og verði þér að góðu.
og athugasemdirnar frá mér urðu hvassari og mig minnir að ég hafi jafnvel ýjað að gáfnafarslegum skorti. Hann var greinilega ekki meiri maður en svo að geta ekki tekið málfræðilegum leiðréttingum og lokaði því á að hægt væri að skrifa athugasemdir á síðuna, fyrst frá öllum utan mbl bloggsins og svo á alla nema "bloggvini" sína og er það trúlega enn svo.
Já, svoleiðis var nú það. Já, já ég skal viðurkenna það hér og nú: Það var barnalegt af mér að láta hann reita mig til reiði. Ég hef það eitt mér til málsbóta að þola illa dónaskap (og jú ég hafði lúmskt gaman af þessu þegar ég hætti að vera hissa, en höfum það bara okkar á milli, ekki segja neinum frá því....)
Já, niðurstaðan er sem sagt sú að Ísdrottningin er greinilega ógnvekjandi svo við vitnum í gamla ræmu: Be afraid..... be very afraid....... (eða þannig sko! *skellir uppúr*)
Má bjóða ykkur að giska á úr hvaða bíómynd þessi setning er? Það er að segja ef ég er ekki búin að fæla alla í burtu eftir þennan lestur...
Ykkar einlæg, Ísdrottningin.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
The Fly :)
sfjalar (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 22:04
Ooog það var rétt. The Fly var svarið :)
Keli, ég held þá ótrauð áfram að hrella þig a.m.k. *he he*
Ísdrottningin, 19.4.2007 kl. 09:19
Oooh, skítt með myndina ... ég hefði viljað vita hver fúlistinn er ...
Berglind Steinsdóttir, 19.4.2007 kl. 09:36
Jamm segi sama og Berglind láttu okkur vita hvaða kauði þetta er hehehehe.... en ég hef nú oft litið við hjá þér, en haft frekar lítin tíma undanfarið til að fara bloggrúntinn minn. Hafðu ekki áhyggjur af því að einhverjir stuðist ef þú leiðréttir þá. Þú breytir ekki slíkum, en gefur öðrum bara þess meira.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.