Á ekki að eiga sér stað

Svona á að sjálfsögðu ekki að eiga sér stað en virðist ekki hringja bjöllum hjá neinum hér...

,,Bassaleikarinn Vortex er spurður að því hvort sveitinni langi til að spila á einhverjum stað sem hún hafi ekki komið til"

Morgunblaðinu er skömm að svona löguðu!

Ennfremur mætti Morgunblaðið íhuga að setja upp íslenskar gæsalappir fyrir okkur svo við þurfum ekki að grípa til notkunar á kommum til að bjarga málunum. 

 


mbl.is Dimmu Borgir vilja halda tónleika í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Sindri Elvarsson

Það er greinilegt að þú ert mikil stuðningsmaður málverndar og réttritunar.  En takk fyrir ábendingarnar. Reyni að passa mig betur næst.

Kv. Eysteinn

Eysteinn Sindri Elvarsson, 8.5.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Anna

Úff já, það líður varla sá dagur að maður rekist ekki á svona eða verri villur  í dagblöðum.  Þetta sýnir mikið metnaðarleysi að mínu mati, blaðamenn eiga að vita betur en að falla í pytt þágufallssýkinnar!

En til að opna réttar gæsalappir er Alt-takkanum haldið niðri og 0132 slegið inn á talnaborðið, til að loka þeim er það Alt og 0148.  Nú geturðu gæsalappast að vild!

Anna, 9.5.2007 kl. 11:11

3 identicon

Segðu mér afhverju þeir eiga ekki að fá að koma til landsins??

svona greinar sína bara heimsku þína og fáfræði!!! 

Svarthrafn (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Anna

Hehemm... það er nú bara verið að tala um málfarið í greininni Svarthrafn, ég er nokkuð viss um að Ísdrottningin hefur ekkert á móti því að fá Dimmu Borgir hingað!

Anna, 9.5.2007 kl. 16:57

5 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Hahaha.. best að lesa bara fyrirsögnina og urða yfir höfundinn út frá því.. Vel gert, Svarthrafn!

Björn Kr. Bragason, 9.5.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegar málbögur.  Þó við hér gerum okkur sek um slíkt, hlýtur að vera gerðar meiri kröfur til blaðamanna EKKI SATT!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband