Ég veit nú ýmislegt um þau ósköpin.

Ég nota nefnilega ekki bílbelti... því enn hefur ekki verið hannað bílbelti sem hentar fyrir brjóstgóðar konur.  

Þegar ég set á mig bílbelti er allt í góðu fyrstu mínúturnar en eftir svolitla stund er beltið runnið út fyrir brjóstin og herðir að hálsi mér svo að ég fæ þvílíka köfnunartilfinningu... og þá er hending hvort aðstæður eru þannig að ég geti snögghemlað til að rykkja helvítis beltinu frá hálsinum á mér og náð andanum án þess að valda tjóni.

Ég myndi gjarnan vilja nota bílbelti öryggisins vegna en eins og staðan er þá tel ég öruggara fyrir mig og ykkur hin að ég keyri án bílbeltis.  Enn sem komið er hef ég ekki verið tekin af lögreglu fyrir að aka án bílbeltisins en sá dagur hlýtur að koma einhverntíman samkvæmt tölfræðinni og þá er spurningin þessi:

  • Er ekki hægt að fá sérstaka undanþágu fyrir brjóstgóðar konur? 

Kannski það bjargi einhverju að passa upp á að keyra alltaf í einhverju flegnu!

Góða nótt 


mbl.is Margir nota ekki bílbelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

kæra drottning, þú átt auðvitað að smella beltinu í skoruna.  Ef það gengur ekki get ég ekki ráðlagt þér Annars var ég að pæla í þessu með köfnunartilfinninguna. Ef brjóstin sitja svona hátt held ég að annað hvort sértu ekki með brjóstahöldin rétt stillt eða þú ert með of stóra púða í brjóstunum........................ég held ég geti samt fullyrt að þannig púðar gera ekki sama gagn og loftpúðarnir í stýrinu.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 24.5.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Ísdrottningin

Það er bara málið, þegar maður er kominn í stóru haldarastærðirnar og flík yfir þá er þetta meira eins og eitt samfellt bákn heldur en tvö brjóst með skoru á milli...  nema ég smelli beltinu inn fyrir haldarann, mér hafði nú ekki dottið það í hug *verður hugsi*   Ég er samt ekki viss um að það gangi upp svo vel sé.  Jú heyrðu, fer svo bara í gollu eða skyrtu öfugt yfir allt saman *skellir upp úr*

Þetta væri mikið auðveldara ef mínir ,,púðar" væru ekki alveg náttúrulegir *dæsir* en ég á reyndar einn svona amerískan ,,push up" haldara sem aðskilur þau alveg, ég get örugglega haft bílbelti þegar ég er í honum en þá er ég nánast komin með brjóstin upp að höku á mér   

Ísdrottningin, 24.5.2007 kl. 01:38

3 identicon

Er ekki betra að hafa mittisbeltið heldur en ekkert? (eins og er oft í miðjunni aftaní)

Það er nefnilega hægt að taka efri hlutann og færa hann fyrir aftan þig, þó losnarðu við brjóstavandamálið.

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 03:37

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mæli hiklaust með að þú sendir inn hvörtun til Tryggingafélaga og Neytendasamtakanna og bendir þeim á þennan mikla vanda.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 08:22

5 Smámynd: Ísdrottningin

Jú Geiri, það er einmitt það sem ég geri á lengri keyrslu, færi efri hluta beltisins aftur fyrir mig og er þá bara með mittisbelti.  Ég hef hins vegar ekki nennt að standa í þessu hér innanbæjar.

Tjah Sigfús, mér hafði nú ekki dottið í hug að hafa samband við Neytendasamtökin (tryggingafélögin myndu ábyggilega neita að tryggja brjóstgóðar konur ef þeir fá veður af vandanum...) en mér hefur nokkrum sinnum verið hugsað til Umferðarstofu, hvort að þeir hafi heyrt af þessu vandamáli. 

Ísdrottningin, 25.5.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband