Íslendingar, halló er enginn heima?

Ég á ekki til orð yfir þá staðreynd að ekki aðeins komst Árni Johnsen á lista sjálfstæðismanna fyrir kosningar heldur náði hann einnig kosningu.  Þetta er bara rétt eins og gerist hjá mafíósunum í bíómyndunum.

Einungis þeir sem kusu sjálfstæðisflokkinn gátu strikað yfir nafn Árna á listanum og það gerðu margir, bara ekki nógu margir...  Eiga hinir ekkert að hafa um málið að segja?  

Ætlum við ekki að hafa eitthvað um málið að segja?   Ætlar enginn að segja neitt?       

Ætlar enginn að gera neitt

Erum við orðin svona vön að kyngja þegar ráðamenn ***** sér upp í okkur að við bliknum ekki einu sinni við að kyngja óhroðanum, hvað þá að brosgeiflan skekkist á meðan við stynjum: Ísland bezt í heimi og kyngjum allt hvað af tekur.

Það skiptir mig engu hvar í flokki fólk stendur því þetta hefur ekkert með flokksdrætti að gera.  Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að á þingi sitji fólk sem hefur traust þjóðarinnar allrar og hefur sýnt heiðarleika í fyrri störfum sínum.

Ég undirrituð, Ísdrottningin, lýsi hér með yfir vantrausti á Árna johnsen til trúnaðarstarfa fyrir hönd þjóðarinnar og til setu á Alþingi Íslands.            

Ég get ekki beðið lengur aðgerðarlaus og auglýsi því hér með eftir undirskriftalista í raunheimum þar sem ég og væntanlega aðrir geta skrifað undir slíka vantraustsyfirlýsingu í eigin nafni.   Ég veit að ég er ekki sú eina sem ekki treysti manninum þrátt fyrir ,,uppreist æru" og við verðum að láta í okkur heyra. 

Takk í bili

syfjaða en hreinskilna Ísdrottningin ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég myndi hiklaust skrifa undir þetta. Skömm að því að maður sem er dæmdur fyrir þjófnað úr opinberum sjóðum, og maður sem laug blákalt að þjóðinni allri, skuli vera kominn á þing aftur eins og ekkert hafi í skorist.

Þarfagreinir, 31.5.2007 kl. 11:43

2 identicon

það er með ólíkindum að svona lagað skuli vera hægt, og sýnir vel hversu forn lög þjóðarinnar eru og stjórnarskráinn úrellt, að dæmdur maður geti komist á alþingi og stjornað högum hinns almenna borgara er skömm og alþyngismenn ættu allir sem einn að motmæla, en geta þeir það nokkuð eru þeir bara ekki allir jafn sekir, hafa bara ekki verið dæmdir enn.  Það er eins og það sé ekki lengur með lögum skal land býggja. Heldur skúrkar skulu landinu stjórna.

Með kv frá útlöndum ABV

Arnar B (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband