4.6.2007 | 01:15
Betur má ef duga skal.
Mínar heimildir segja að um hjólhýsi hafi verið að ræða en ekki tjaldvagn og sem vön útilegumanneskja tel ég vera himinn og haf þar á milli svo ólíku sé þar saman að jafna.
Ennfremur er töluverður munur á gasleka og ,,komónoxsíðeitrun"
Ég hef heyrt að hjónin séu óðum að jafna sig og vona ég innilega að þau beri engan skaða af.
En ég vil minna fólk á að gæta þess að meðhöndla gas ekki innandyra sé þess nokkur kostur... en sé gas innandyra þá sé ávallt gasskynjari til staðar. Ennfremur vil ég minna á að góð loftun er lífsnauðsynlegur þáttur og mun mikilvægari en hugsanlegt varmatap yfir nóttina.
Það er kannski rétt að geta þess (ef hér eru einhverjir óvanir) að til að halda á sér hita í útilegu eru náttúrulegu efnin ull og dúnn heppilegasti bólfélaginn. Með dúnsæng eða dúnsvefnpoka og ullarsokka ertu kominn með réttu vopnin gegn kulda og vosbúð. Ef þú klæðir þig í ullarsokkana (sumir vilja/þurfa ullarnærfatnað að auki en það er óþarfi) og skríður svo upp í finnur þú fyrir örlitlum kulda rétt á meðan þú ert að koma þér fyrir, svo verður þér fljótlega vel heitt og svo sparkar þú sjálfkrafa af þér ullarsokkunum í svefni þegar þér er orðið of heitt. Sofir þú hins vegar í fötum (algeng mistök eru náttföt, sokkabuxur og bolur, bómull, gerviull og þess háttar) í útilegunni er þér kannski ekki kalt þegar þú skríður upp í en reikna má með að þú haldir því hitastigi út nóttina og verði því kalt þegar líður á. Það er nefnilega kaldast undir morgun.
Ég hef farið í útilegur jafnt sumar sem vetur, jafnt á láglendi sem hálendi, jöklum og víðar og get borið því vitni að þetta er það eina sem að virkar, að vísu hef ég að auki sett upp húfu hafi verið gaddur.
Ekkert væl góðir hálsar: það er ekki til slæmt veður, bara vitlaust klætt fólk...
Góða ferð í fríinu.
Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir góð ráð - mig langar að bæta við einu: Þó það sé hryllilega hallærislegt að sofa með húfu þá er það líka gott ráð við kulda! Það er sko ástæða fyrir að nátthúfur voru fundnar upp...
Guðrún Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 08:55
Ég sef yfirleitt á nærfötum og í flíssokkum í útilegum. Það virkar nokkuð vel.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.6.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.