Sól og sumar og lokað!

Nauthólsvíkin er ekki staður fyrir Ísdrottningar enda ekki vottur af miðbæjarrottu í mér. 

Þegar ég neyðist til að híma í borginni þá held ég mig í úthverfunum (og reyni að sjá ekki inn um gluggana hjá nágrönnunum, það er alveg nóg að vita af þeim) 

Því var það að ég bauð Ísprinsessunni í göngutúr sem átti að enda með busli í Breiðholtslaug enda prýðis veður til þess.  Ekki vildi þó betur til en svo að þar komum við að lokuðum dyrum með miðaræksni á.  Á miðanum stóð: LOKAÐ sundlaugin opnar aftur laugardaginn 16. júní.

Ég spyr eins og kjáni, er ekki hægt að sinna eðlilegu viðhaldi lauganna á vorin eða haustin?  Þarf endilega að klípa af þessum fáu sólar-sumardögum sem við fáum?

Annars bíð ég spennt eftir að komast í mitt árlega útileguvillimannasumarfrí þar sem landið allt verður að sérlegum leikvelli Ísdrottningarinnar einnar (eða svona næstum því;)   Fram að því verða helgarnar að nægja enda mottó sumarsins: Engin helgi heima.   Það tókst ekki alveg en þó eru nú fjórar útilegur að baki en betur má ef duga skal. 

Ánægjulegar útilegustundir.


mbl.is Í sól og sumaryl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

á vorin og haustin þá eru þessar laugar venjulega notaðar sem kennslutæki

Árni Sigurður Pétursson, 12.6.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband