12.6.2007 | 19:23
Sól og sumar og lokað!
Nauthólsvíkin er ekki staður fyrir Ísdrottningar enda ekki vottur af miðbæjarrottu í mér.
Þegar ég neyðist til að híma í borginni þá held ég mig í úthverfunum (og reyni að sjá ekki inn um gluggana hjá nágrönnunum, það er alveg nóg að vita af þeim)
Því var það að ég bauð Ísprinsessunni í göngutúr sem átti að enda með busli í Breiðholtslaug enda prýðis veður til þess. Ekki vildi þó betur til en svo að þar komum við að lokuðum dyrum með miðaræksni á. Á miðanum stóð: LOKAÐ sundlaugin opnar aftur laugardaginn 16. júní.
Ég spyr eins og kjáni, er ekki hægt að sinna eðlilegu viðhaldi lauganna á vorin eða haustin? Þarf endilega að klípa af þessum fáu sólar-sumardögum sem við fáum?
Annars bíð ég spennt eftir að komast í mitt árlega útileguvillimannasumarfrí þar sem landið allt verður að sérlegum leikvelli Ísdrottningarinnar einnar (eða svona næstum því;) Fram að því verða helgarnar að nægja enda mottó sumarsins: Engin helgi heima. Það tókst ekki alveg en þó eru nú fjórar útilegur að baki en betur má ef duga skal.
Ánægjulegar útilegustundir.
![]() |
Í sól og sumaryl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
-
asthildurcesil
-
bardurorn
-
blues
-
disill
-
dvergur
-
ea
-
eurovision
-
eyvi
-
fanneyunnur
-
gattin
-
geirg
-
gretar-petur
-
hallurg
-
heidathord
-
hexia
-
hrannarb
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
kaffi
-
kolgrimur
-
krilli
-
landi
-
limped
-
nonniblogg
-
olafurfa
-
ormurormur
-
pannan
-
ragnarborg
-
rattati
-
saxi
-
sibbulina
-
sigurjon
-
texi
-
tharfagreinir
-
valgeir
-
vefritid
-
vertu
-
villithor
-
zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
á vorin og haustin þá eru þessar laugar venjulega notaðar sem kennslutæki
Árni Sigurður Pétursson, 12.6.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.