26.6.2007 | 12:22
Arnardalur í Skutulsfirði og gagnslaus fróðleikur.
Þau taka sig vel út brúðhjónin í fjörunni rétt innan við Naustin. Ísdrottningin óskar þeim innilega til hamingju.
Eins og ég hef reyndar áður sagt í pistli hér á mbl blogginu þá er Arnardalurinn varðaður fjallinu Erninum á annan veginn og Arnarnesinu á hinn. Á meðfylgjandi mynd sést Arnarnesið í fjarska en ef hægt væri að líta upp á við (til hægri frá sjónarhorni myndarinnar) sæist Ernirinn blasa við nánast beint upp af. Það er því greinilegt að sá sem skrifar textann er ekki kunnugur staðháttum í Arnardal.
Hjónin nýbökuðu búa í Heimabæ í Arnardal, öðrum bænum af tveimur sem búið er á í dalnum en þau festu kaup á jörðinni af afkomendum fyrri ábúenda, Marvins Kjarvals og Ásthildar Jóhannsdóttur, fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hinn bærinn mun vera Fremrihús en þar býr Katarínus Halldór Matthíasson einn eftir af sínu fólki.
Á árum áður var fjölmenn og blómleg byggð í Arnardal og minnir mig að þess sé getið í gömlum heimildum að á annað hundrað manns hafi búið í Arnardal laust eftir aldamótin átjánhundruð. Í dag eru 4 með lögheimili í dalnum en sumarhús standa á þeim jörðum sem fóru í eyði svo tala íbúa margfaldast þar yfir sumartímann.
Að gamni vil ég geta þess að Eyvindur P. Eiríksson, vestfjarðargoði (og faðir rímu og rapp-bræðranna Erps og Eyjólfs ) er frá eyðibýlinu Holti í Arnardal.
Stór hluti þjóðarinnar er af Arnardalsætt en sú ætt talin út af Bárði Illugasyni (1710-1779) og konu hans Guðnýju Jónsdóttur (1714 dánarár ekki skráð) en undirrituð er afkomandi þeirra í áttunda ættlið.
Hálfheiðið og hálfkristið brúðkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.