Fæddist?

Ég myndi vilja sjá þá konu sem fæddi ungviði af þessari stærðargráðu....

En án gríns, samkvæmt íslenskum hefðum og tungutaki fæða konur börn, hryssur kasta, ær bera og svo framvegis.  Mér þykir það heldur fátæklegur orðaforði hjá borgarbúum að tönnlast á því endalaust að skepnur fæðist, fyrir nú utan hvað áum okkar hefði þótt það skammarlegt áheyrnar.

Þar fyrir utan er þetta skemmtilega skrýtin skepna, hvort sem hún kallast sestur, hebra eða eitthvað allt annað  Smile


mbl.is Einkennilegur sebrahestur í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég veit alveg hvað þú ert að fara, en það er samt eitt sem ég veit ekki. Ef folaldið hafi ekki fæðst, kastaðist það þá? Ég held nefnilega að folöld fæðast þó merarnar kasti.

Mummi Guð, 28.6.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Ísdrottningin

Ég verð nú reyndar að játa það að í minni sveit voru ekki hestar svo ekki hef ég neina reynslu af að umgangast þá eða tala um þá en hefðin varðandi rollurnar var sú að segja: ærin bar lambinu eða rollan átti gimbur.  

Ég veit það bara að í barnæsku var mér kennt að nota orðið fæðing eingöngu um mannfjölgun, ekki um dýrahald.

Gaman væri að heyra hvað aðrir íslenskuspekúlantar hafa um málið að segja.

Ísdrottningin, 28.6.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Ísdrottningin

Ég held að það yrði seint sagt að folald hafi kastast.  Folaldinu var kastað (af merinni). 

Hvar er eldra sveitafólkið til að setja ofan í við okkur núna?

Ísdrottningin, 29.6.2007 kl. 00:52

4 identicon

Heyriði mig, þið segist hafa reynslu úr sveit. Ég er nú borgarbarn og skal segja ykkur að: hryssan kastaði þessu folaldi!

4sinnum (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 01:54

5 identicon

Mér sýnist allir vera sammála um það að merin kastaði folaldinu. En það sem Mummi og Valdimar eru að segja er að folaldið fæddist.

Baldur (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 04:52

6 identicon

Mér sýnist nú í raun allir hafa rétt fyrir sér hér.

Merin kastaði folaldinu og þar af leiðandi fæddist folald. Það er talað um fæðingadag og fæðingaþunga einstaklinga margra dýrategunda líkt og manna.

Að vísu klekjast ungar úr eggi en flest spendýr fæðast einhvern tíma.

Hins vegar er atburðurinn, að koma ungviðinu í heiminn, nefndur hinum ýmsu nöfnum eftir því hvaða kvenkyns dýr á í hlut.

Kveðja úr sveitinni

Sveitakall (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:13

7 identicon

Mér sýnist þetta ekki sérlega flókið, þó einhverjir reyni að hártoga. Koma sem elur barn, elur einfaldlega barn. Þar með er ekki sagt að barnið hafi alist. Það fæðist. Þannig er enginn vafi á því að hryssur kasta, ær bera og konur ala. Frá sjónahóli afkvæmanna er hins vegar allt á sömu lund: þau fæðast.

Það er heldur enginn vafi á því að móðir þessa sebrafolalds kastaði því. Við fæðinguna má vel vera að það hafi kastast eitthvert. Vonandi hefur það þá fengið mjúka lendingu.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband