3.7.2007 | 18:07
Hamingjudagar
Já, það eru alltaf hamingjudagar þegar gott er veður hvar sem maður er staddur en að þessu sinni voru sólríkir hamingjudagar á Hólmavík.
Nokkuð var um unglinga að skemmta sér á svæðinu með tilheyrandi drykkju og látum en okkar hópur varð varla var við það, fréttum samt af fólki sem pakkaði saman og yfirgaf svæðið á laugardeginum enda ekki heppilegt að blanda saman fjölskyldufólki og unglingum á einum og sama grasblettinum.
Heilmikil dagskrá var á laugardeginum og setti ég örfáar myndir af því í albúmið ef einhver hefur áhuga. Einnig var skemmtidagskrá á sunnudeginum í Sævangi þar sem nú er sauðfjársetur í stað dansleikjahalds hér áður fyrr. Þar voru haldnir Furðuleikar þar sem keppt var í greinum eins og ruslatínslu, öskurkeppni, kvennahlaupi með frjálsri aðferð og skítkasti svo eitthvað sé nefnt. Kvennahlaup þetta fer þannig fram að eiginmenn bera konur sínar ákveðna vegalengd en sá vinnur sem fyrstur kemur í mark með konu sína og kefli sem þeir þurfa að taka upp miðja vegu. Lokaatriði dagsins var svo þegar framkvæmdastjóri hamingjudaga, Bjarni Ómar Haraldsson var klæddur í svartan ruslapoka og stillt upp fyrir framan stóran dall af drullumalli þar sem keppendur biðu eftir sínu tækifæri til að henda skít og reyna að hitta í manninn. Mér skilst að hittni þátttakenda hafi verið betri í ár en þau fyrri.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi farið óhamingjusöm til Hólmavíkur en ég er að sjálfsögðu mun hamingjusamari nú að hátíðinni lokinni, þó ekki nema bara fyrir hvað ég er orðin brún og sæt...
Hólmvíkingar og aðrir hamingjusamir, takk fyrir mig.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.