Vegir og vegleysur

Þar eð ég ók þessa leið um Búðardal og Tröllatunguheiði á leið minni á Hamingjudaga á Hólmavík nú um helgina tók ég eftir því að vegurinn hefur aðeins skánað frá því sem var en alls ekki nóg. 

Tröllatunguheiði hefur löngum verið þekkt fyrir sína forarpytti þar sem menn sátu oftsinnis fastir í bílum sínum ef enginn var til að draga þá upp, nú eða til að senda út að ýta.   Þrátt fyrir mikinn þurrkatíma undanfarið og gífurlegt ryk þá voru bleytupollar á þeim stöðum sem þekktir eru fyrir það að verða að téðum forarpyttum.

Fræg er sagan af því þegar Geiri keila var að ferja hóp fólks frá Ísafirði á leið á dansleik á Sævangi og festi rútuna í drullupytti á Tröllatunguheiði.  Þá þurftu menn að fara út að ýta en þar eð þeir voru sparibúnir brugðu sumir á það ráð að fara úr fötunum frekar en að mæta haugdrullugir á ball og upp náðist rútan.  Þetta er eitt af þeim atvikum sem væri ómetanlegt að eiga á mynd, menn eins og Tryggvi langi og fleiri mætir Ísfirðingar á nærbuxunum á kafi í drullunni á meðan konurnar óuðu og æjuðu.  Já svona voru ævintýri þess tíma, fyrir tíma gsm síma og digital myndavéla.


mbl.is Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband