Allt góðar ástæður

til að efla kynfræðslu unglinganna okkar.

Mér finnst full ástæða til að leggja sérstaka áherslu á það við unglingsstúlkur að stundi þær óvarið kynlíf megi þær eiga von á kynsjúkdómum og/eða ófrjósemi.   


mbl.is 1729 klamydíutilfelli á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eina örugga ráðið er auðvitað að fólk taki síg á í siðferðismálunum og byrji að tileinka börnunum sínum slíkt hið sama. Hættið að hoppa upp í bólið í tima og ótíma með nýjum og nýjum bólfélaga. Slakið á og farið einungis í rúmið þegar lífsförunauturinn hefur verið valinn. Alveg pottþétt ráð sem getur ekki klikkað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Anna

Úff, eigum við ekki bara að læsa þau inni?!  Fræðsla er lykilatriði, því meira sem blessuð börnin vita, þeim mun meiri líkur eru á því að þau geti tekið sínar ákvarðanir á réttum forsendum.  Það er ekkert eitt endilega rétt fyrir alla.

Það er engum greiði gerður með því að banna hlutina og minnast ekki á þá og ætlast svo til þess að fólk viti allt þegar það verður „fullorðið.”

Anna, 5.7.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ekki endilega verið að banna. Heldur að fræða börnin þannig að það sé góður siður og gott siðferði að valsa ekki milli bólfélaga. Svo er ekki verra að foreldrar veiti gott fordæmi í þessum efnum sem öðrum. Alist börnin upp við þetta þá er engin þörf hjá þeim að misstíga sig á svelli vafasamra bólfélaga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Anna

Jæja,  þá hef ég misskilið þessa síðustu klausu hjá þér um að fara í rúmið þegar lífsförunauturinn er fundinn   Það er hins vegar einn uppáhaldsfrasi hinna amerísku siðgæðispostula sem mega ekki heyra á það minnst að unglingar fái vitneskju um tilvist smokksins, pillunnar eða annarra getnaðarvarna eða nokkurs annars sem nauðsynlegt er að vita áður en UPPLÝST ákvörðun er tekin um að stunda kynlíf. 

Ég held hins vegar að það sé mun hættulegra að segja ekkert um þessa hluti...

Anna, 5.7.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: K Zeta

Held að fræðslu sé ábótavant og líka vanræksla heima fyrir að ræða kynlíf með börnunum sínum.  Heilsugæslan gæti líka verið virkari þ.e. heimilislæknirinn á að þekkja til staðhátta sinna skjóstæðinga og prufa gegn sýkingu telji hann ástæðu til.

K Zeta, 5.7.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband