Leiðbeiningar

Er ekki kominn tími til að dómarar setjist niður og semji leiðbeiningar fyrir karlmenn sem vilja nauðga konum án þess að vera refsað fyrir?

Er ekki skárra að koma hreint fram í og gefa strax skít í börn og konur sem réttindalausar mannverur gagnvart rotnum karlmönnum sem hugsa með tittlingnum og virðast mega allt í þessu frábæra þjóðfélagi okkar?  Nei, fyrirgefið. Þjóðfélagi þeirra, karlanna!

En hvað með þá karla sem er annt um okkur konurnar og ekki vilja nauðga og meiða, eru þeir einhvers virði í þessu þjóðfélagi eða teljast þeir með okkur, þessum óæðri þjóðfélagsþegnum? 

Ég er reið, mér er misboðið.  Mér er misboðið sem konu, sem manneskju, sem hluti af íslensku samfélagi, sem þjóðfélagsþegn, mér er misboðið á hvern þann hátt sem hægt er að misbjóða manneskju.

Svei attan. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Það er auðvitað all bull og þvæla og móðursýki sem konur og börn og fórnarlömb ofbeldis yfirleitt segja og ber að sjálfsögðu að taka með varúð og era lítið úr.  Gaman að sjá hvað dómarar þessa lands gera það samviskusamlega.

Eftir fréttir af meðferð dómsmála af þessu tagi síðustu mánuðina hlýtur maður að spyrja:  Hvað þarf til?

krossgata, 5.7.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Ísdrottningin

Ég vildi óska þess Guðmundur að það væri bara þessi eini dómur sem gerir mér gramt í geði en svo er því miður ekki. En það er satt, ég hef ekki lesið umræddan dóm.

Endaleysu? Finnst þér vanta endir á mál mitt?  Það er ýmislegt á borð borið fyrir vit almennings að honum forspurðum en fari orð mín inn fyrir vit einhvers vona ég að hann vitkist eitthvað við það.

Ísdrottningin, 5.7.2007 kl. 18:38

3 identicon

REKUM DÓMARANA -í það minnsta. Þeir eru jú í vinnu hjá okkur.

hægt er að senda póst á

heradsdomur.reykjavikur@tmd.is

hér fyrir neðan eru mín mótmæli:

Til þess er málið varðar:

Ég mómæli hér með eindregið og afdráttarlaust úrskurði í máli Héraðsdóms Reykjavíkur, þann 5. júlí 2007 í máli nr. S-839/2007:

Ákæruvaldið

(Hulda Elsa Björgvinsdóttir fulltrúi)

gegn

A

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

Mér blöskrar niðurstaða dómsins svo að ég óska eindregið eftir því að dómarar í málinu verði settir af og fái ei setu í Héraðsdómi Reykjavíkur aftur. Mér þykir það augljóst að þau hafa enga getu eða dug til að dæma í þessu máli og til þess að koma í veg fyrir önnur afglöp í starfi, finnst mér það eina rétta í málinu að víkja þeim frá.

Drífa Ármannsdóttir

kt. 110274-5059

Drífa Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 18:50

4 Smámynd: krossgata

Ég hef lesið dóminn.  Ég spyr enn hvað þarf til?  Er það þannig að þú gengur framhjá karlmanni og ef þú tilkynnir honum ekki með miklum hávaða og í vitna viðurvist að þú viljir ekkert með hann hafa, (það þó þú hafir aldrei séð manninn áður) þá má líta sem svo á að þú sért ekki andhverf honum?  Til hvers er svo verið að fá álit sérfræðinga á andlegu ástandi fórnarlamba og líkamlegu ef ekki er tekið mark á því sem þeir segja?  Þetta er bara einn ömurleikinn enn.

En fín auglýsing fyrir ofbeldismenn heimsins á fínum aðstæðum á Íslandi.

krossgata, 5.7.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: Þarfagreinir

Þarna er um að ræða alvarlega galla í skilgreiningum laganna; ég ákvað bara að blogga um það.

Þarfagreinir, 5.7.2007 kl. 19:33

6 identicon

Kæra Ísdrottning!! ÉG er svo hjartanlega sammála þér, þessi  dómur er ekkert nema samþykki fyrir því að það sé í lagi að nauðga konum. ÉG þekki stúlkuna persónulega og fór með henni í gegnum allt þetta frá nóttinni sem þetta gerðist og ég get alveg sagt það að hún mun aldrei bíða þess bætur sem gerðist. Hún er hrædd við allt núna og þorir ekki að skemmta sér og við í kringum hana erum hrædd um að hún leiðist útí óreglu því henni líður svo illa og það er auðveldara að vera drukkin og þurfa ekki að hugsa um þetta heldur en að vera edrú!!  Eftir þennann dóm verður enn erfiðara fyrir konur og karlmenn að kæra nauðgun!! ÉG veit ekki hvað þetta endar.

Rannveig Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband