6.7.2007 | 15:30
Komin sumarhelgi enn á ný.
Jæja þá er komið að enn einni ljúfri útilegunni í íslenskri sumarnótt á fjöllum.
Slíkar nætur eru óviðjafnanlegar í mínum huga.
Ég ætla að skilja hér eftir áhyggjur mínar......... af því að ég get það.....
- Ég hef áhyggjur af nýföllnum sýknudómi yfir nauðgara og hvert umræðan um dóminn stefnir.
- Ég hef áhyggjur af því að enn er verið að burðast með ónothæft kvótakerfi svo hægt sé að fara enn verr með okkar náttúrulegu fiskistofna, brottkast er afleiðing - ekki orsök.
- Ég hef áhyggjur af slæmri umgengni mannkyns við náttúruna og að afleiðingarnar bitni á afkomendum okkar, nokkrum kynslóðum fyrr en talið var.
- Ég hef áhyggjur af barnsránum, barnamisnotkun og þeirri mannvonsku sem þar býr að baki.
En ég er þakklát fyrir að geta treyst ykkur fyrir áhyggjum mínum og skellt mér áhyggjulítið í útilegu.
Hvert skal haldið er óákveðið og fer eftir því hvert vindar blása þegar lagt hefur verið af stað, ef þið hafið áhuga er aldrei að vita nema ég gefi ykkur ferðasögu og myndir eftir helgi.
Góða helgi.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér þetta kvótakerfi hefur bruggðist hvar sem á það er litið. Og nú eftir þennan niðurskurð Sjávarútvegsráðherra mun afleiðingin fyrst og fremst bitna á þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína eingöngu á fiski. Enn fremur mun brottkast aukast til muna.Stjórnvöld standa algerlega úræðalaus gagnvart þessum stærsta glæp sem dunið hefur yfir flestar sjávarbyggðir landsins já glæp sem þeir sjálfir frömdu en enginn lög ná yfir En á sama tíma og þessum byggðum er að blæða út hafa örfáir menn komist upp með að fara með milljarða út úr greininni og skilið fólkið eftir í mörgum plássum nánast gjaltþrota.
Grétar Pétur Geirsson, 6.7.2007 kl. 19:07
Láttu ekki áhyggjurnar buga þig alveg.
Ridar T. Falls, 7.7.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.