10.7.2007 | 15:26
Fallin
Já ég er fallin á tíma, í stað þess að gefa mér tíma til að blogga um helgarferðina í Þakgil þá hendi ég hér inn nokkrum orðum til að tilkynna brotthvarf mitt héðan.
En það er nú samt ekki svo gott að þið séuð hér með laus við mig, aldeilis ekki! Nei ég er að fara í sumarfrí og á ekki von á að koma nálægt tölvu næsta mánuðinn.
Í stað þess að vera úti að njóta góða veðursins er ég hér inni að pakka niður og undirbúa mánaðar útilegu. Ég er að velta fyrir mér hvort ég á að taka meira af fötum með í ár í stað þess að taka frumstæðu þvottavélina mína með. ,,þvottavélin" mín samanstendur af fötu sem lokast þétt og Enjo þvottaboltum sem settir eru í fötuna ásamt fötunum með volgu vatni og örlitlu umhverfisvænu þvottaefni. Fötunni er síðan skellt í jeppann og ekið á fjöll, hristingurinn og boltarnir sjá um þvottinn og svo er bara að skola og hengja upp.
Já það er ýmislegt hægt að gera til að bjarga sér ef fólk hefur hyggjuvitið með í för.
En í fyrramálið skal lagt upp og stefnan tekin beint inn á hálendið þar sem ég og mitt föruneyti mun dvelja bróðurpart sumars en svo þegar vistir þverra verður brunað til byggða og einhver Bónusgrísinn heimsóttur enda fín birgðastöð fyrir svanga ferðalanga.
Til Reykjavíkur fer ég hins vegar ekki nema tilneydd og helst ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi, í fyrsta lagi. Því ríður á að hafa skipulag og pakkningu í lagi og ætla ég nú að snúa mér að því svo allt megi verða tilbúið sem fyrst því mér hefur verið boðið á tónleika í kvöld
Ég hef ekki farið á tónleika síðan blúsdívurnar Deitre Farr, Zora Young og Grana' Louise voru að syngja með vinum Dóra í fyrra. Þær voru geggjaðar og mig dreymir um að eignast eitthvað af tónlist þeirra en hef hvergi séð diskana þeirra til sölu hér
Ég vona að það verði gaman á Toto tónleikunum í kvöld.
Jæja elskurnar mínar gerið það sem ykkur er tamt en gerið ekkert sem ég myndi ekki gera *he he*
Passið ykkur á; strákunum/ stelpunum/ bílunum/ flugvélunum/ randaflugunum/ sólstingnum {vinsamlegast veljið það sem við á!....}
Og munið að kvitta hjá mér ef þið saknið mín í fríinu....
Ísdrottningin yfir og út.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð inn á hálendið. Ekki stífla jökulárnar handa Alcoa.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2007 kl. 16:36
Góða ferð.
<Öfundast ógurlega mikið>
p.s. Mig vantar smá liðsstyrk í að sannfæra elskuna mína um ágæti jeppa sem fararskjóta. Gætir þú komið því að við tækifæri-hitting ?
B Ewing, 16.7.2007 kl. 15:40
Adios!
Sigurjón, 18.7.2007 kl. 22:32
Deitra var hér í sumar
http://amazon.com/s/ref=nb_ss_gw/103-4605527-9719813?initialSearch=1&url=search-alias%3Daps&field-keywords=Deitra+farr
Zora http://amazon.com/s/ref=nb_ss_gw/103-2167130-6427043?initialSearch=1&url=search-alias%3Daps&field-keywords=Zora+young
Grana er uppseld granalouise.com
Blúshátíð í Reykjavík, 23.7.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.