16.8.2007 | 17:14
Fæstir þekkja kappann
í sjón svo það er ekkert skrýtið.
Ég varð bara að fá að læða því hérna inn fyrst ég kom auga á þessa frétt einmitt þegar ég ætlaði að slökkva á tölvunni, að ég er mikill aðdáandi bóka Stephen Kings og er einmitt að yfirgefa tölvuna til að klára bókina Örvænting eða Desperation eins og hún heitir á frummálinu.
Maður sem getur látið lesandann engjast sundur og saman af spennu yfir örlögum konu sem liggur handjárnuð í rúmi eftir að elskhuginn deyr, er snillingur. Að það skuli vera hægt að fylla hverja blaðsíðuna á fætur annarri af orðum sem lýsa atburðarrás sem er jafn hæg og lítil og raun ber vitni og takast að gera það svo mikilúðlegt, svo spennandi að það er ekki hægt að slíta sig frá bókinni af því manni finnst að maður gæti misst af einhverju. Snilld... hrein snilld.
Jafnvel þó honum takist misvel upp í bókum sínum þá er maðurinn snillingur í mínum augum.
Takk fyrir mig.
Stephen King álitinn vera skemmdarvargur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh já! Og halda manni í spennu í 100 blaðsíður þar sem konan gerir lítið annað en að reyna að teygja sig í kremkrukku!! Ótrúlegur hæfileiki
Heiða B. Heiðars, 17.8.2007 kl. 01:06
Mér finnst í raun meiri hæfileiki að geta lesið 100 bls. af svo lítilli atburðarás án þess að kasta bókinn frá sér og segja stundarhátt ,,boring!"
Sigurjón, 17.8.2007 kl. 03:09
....og þetta var kennslubókardæmi um það þegar fólk deilir áliti sínu með öðrum án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað hann er að tala ;)
Heiða B. Heiðars, 17.8.2007 kl. 03:26
Ég er sannfærð um að Stephen King er snillingur í spennu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.