13.9.2007 | 00:27
Dáið barn eða?
Stelpurnar er eins og flestir vita skemmtiþáttur byggður upp á fyndnum atriðum og er í endursýningu á Stöð 2 í þessum skrifuðum orðum.
Eitt af atriðunum í þættinum fannst mér afar óviðkunnanlegt fyrir það að ein lítil villa eyðilagði "sketchið" sem að öðru leyti hefði verið afar fyndið.
Prestur stendur reiðubúinn til skírnarathafnar og að honum ganga hjón með stúlkubarn, þau eru óviss um nafn á barnið, þrátta lítillega og spyrja prestinn svo ,, hvað hét síðasta barn sem þú skírðir?"
Þar með er gefið til kynna að barn það er síðast var skírt sé látið. Þegar prestur svarar svo ,,Hannes" í stað þess að leiðrétta þau með því að taka fram að barnið heitir Hannes þá er það samkvæmt íslenskri tungu staðfesting á því að barnið sé látið.
Ég veit að nú finnst einhverjum ég smásálarleg af því ,,flestir skilja jú hvað átt var við" en ég get ekki að því gert, ég er sorgmædd. Ég er sorgmædd því ég hefði hlegið að umræddu atriði ef ég hefði ekki farið að hugsa um dáin ungabörn en ég er líka sorgmædd vegna þess að mér finnst illa að tungu okkar vegið þegar horft er framhjá jafn meinlegri villu sem þessari án þess að við stöndum upp og mótmælum.
Ég vona að málfarsleti íslensku þjóðarinnar fari að linna áður en við hættum að skilja hvert annað.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"blúsdívurnar Deitre Farr, Zora Young og Grana' Louise voru að syngja með vinum Dóra í fyrra. Þær voru geggjaðar"
Þetta kemur fram í færslu frá þér hér neðar á síðunni, ég spyr: Hvenær dóu þessar dívur? .
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.9.2007 kl. 00:38
Ég veit ekki hvort þær eru jafn geggjaðar í dag og þær voru á þessum tónleikum, ég vona það samt. Ég hef ekki fregnað af andláti dívanna umræddu enda er ég þarna að ræða um ákveðna liðna tónleika og frammistöðu þeirra á tónleikunum í þátíð.
Ísdrottningin, 13.9.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.