Helgin

var eins og við var að búast: Niðurrigndar uppgefnar rollur, kátir bændur og blautir gangnamenn.  Lúnir menn, rollur, hestar og hundar jafna sig samt fljótt sem betur fer og eftirköstin eingöngu  skrautlegir marblettir og eymsli hér og þar.

Það var ljúft að kúra í vagninum þótt hiti væri lítill yfir blánóttina en nú fer hver að verða síðastur í útilegu þetta árið.    Ég var búin að ákveða að nota helgarnar til útilegu fram að mánaðarmótum ef ég gæti en við sjáum til hvernig fer.  Mín vegna mætti koma alvöru vetur strax um næstu mánaðarmót svo ég geti skellt mér beint úr útilegugírnum yfir í jeppaferðir á hálendið...  Það er kannski óskhyggja að þessi tvö tímabil renni saman en ég ætla að minnsta kosti í útilegu um næstu helgi!

Svo þegar hættir að viðra til útilegu þarf víst að huga að vetrarplássi fyrir vagninn svo hann standi ekki úti og koðni niður.  Jæja, tökum á því þegar þar að kemur.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Guðmundur, ég finn ekki netfangið sem þú gafst mér þarna um árið svo sendu mér línu á isdrottningin@hotmail.com og mun svara þér um hæl.

Ísdrottningin, 19.9.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband