11.1.2008 | 15:24
Hundur tekinn í Breiðholti.
Hundur var losaður úr tjóðri fyrir utan Fjölbraut í Breiðholti um kl. 14:30 í gær.
Eigandinn batt hundinn fyrir utan skólann á meðan hann skaust inn til að ná tali af nemanda. Þegar hann kom aftur út var hundurinn horfinn en myndband úr öryggismyndavél FB sýnir pilt í hettupeysu með skólatösku á bakinu koma frá Hólabrekkuskóla, leysa hundinn og fara með hann með sér.
Ekki er vitað hvort að hundinum var síðar sleppt eða hvort að viðkomandi er enn með hundinn en leit að hundinum hefur engan árangur borið.
Hundurinn er hálfvaxinn (6 mánaða gamall), mjósleginn, svartur Labradorblendingur. Hann gegnir nafninu Mjölnir og er úr neðra Breiðholti og því líklegt að hann gæti leitað þangað ef hann er laus.
Eigandinn, 19 ára piltur sem hvorki hefur unnt sér matar eða hvíldar síðan hundurinn hvarf, biður hvern þann sem gæti vitað meira um málið að hafa strax samband við sig eða fjölskyldu sína í símum 847 5683, 567 9950, 587 8686 eða lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000
Sett inn fyrir hönd fjölskyldunnar
Ísdrottningin.
Seinni tíma viðbót á fréttina:
Mbl.is hefur ekki fengist til að skrifa um málið en visir.is hefur nú birt fréttina og þar má sjá á öryggismyndbandi drenginn sem tekur hundinn. Því miður er myndbandið ekki mjög skýrt en ef þú áttar þig á hver drengurinn er, þá er brýnt að komast að því hvort hann er enn með hundinn. Ef ekki þarf að reyna að finna út hvar hundurinn gæti verið niðurkominn núna.
Vinsamlega hringið í lögregluna ef þið þekkið strákinn á myndbandinu eða hafið hugmynd um hvar Mjölnir gæti verið.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
-
asthildurcesil
-
bardurorn
-
blues
-
disill
-
dvergur
-
ea
-
eurovision
-
eyvi
-
fanneyunnur
-
gattin
-
geirg
-
gretar-petur
-
hallurg
-
heidathord
-
hexia
-
hrannarb
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
kaffi
-
kolgrimur
-
krilli
-
landi
-
limped
-
nonniblogg
-
olafurfa
-
ormurormur
-
pannan
-
ragnarborg
-
rattati
-
saxi
-
sibbulina
-
sigurjon
-
texi
-
tharfagreinir
-
valgeir
-
vefritid
-
vertu
-
villithor
-
zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
slæmt mál og vonandi finnst voffinn og sá sem tók fái sitt
Ólafur fannberg, 11.1.2008 kl. 16:08
Þessi drengur mun finnast. Á því er engin vafi. Spurningin er aðeins hvenær.
http://kolgrimur.blog.is/blog/kolgrimur/entry/411238/
Hlynur Jón Michelsen, 11.1.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.