Reglur skipta meginmáli.

Á mínu heimili eru greinilega strangari reglur hvað tölvur varðar en víðast hvar. 

Hér gildir sú meginregla að skjáguðinn skuli ekki tignaður meira en 1 klst. á dag, með þeirri einu undantekningu sem snýr að heimanámi.

Þetta gildir jafnt um pc tölvuna og leikjatölvurnar og er jafnan eldhúsmella til taks svo tímamörk séu haldin.

  


mbl.is Ósætti vegna tölvunotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

reglur eru bara til þess gerðar að byggja upp spennu sem einn daginn springur framan í þig, þetta hef ég séð hjá fólki í kring um mig en ég sem var látinn ganga lausum hala hef aldrei gert neitt stórvægilegt af mér.

Ekki skipa fyrir, farðu samningarleiðina því að þá verða allir mun sáttari og það verður ekki sprengja síðar meir. 

Andri (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Ísdrottningin

Ef að grunnreglurnar eru skýrar frá upphafi þá ganga allir að þeim vísum, sjálfkrafa.   Það eru óskýrar reglur og skortur á reglum sem valda spennu eins og þeirri sem þú talar um.  Verst af öllu er þegar eitthvað má stundum og stundum ekki og barnið/unglingurinn skilur ekki hvað veldur og finnst foreldrið vera ósanngjarnt.

Ísdrottningin, 2.2.2008 kl. 15:02

3 identicon

Veistu, þessi hugsunarlausa hræðsla við tölvunotkun er bara fáránleg. Ég er nú bara dauðfeginn því að ég hékk í tölvunni eins og mér sýndist þegar ég var ungur. Ég er atvinnuforritari í dag bara vegna þess að ég hékk í tölvunni.

Þetta er vitleysa. Það er nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur að tölvunotkun, ekkert frekar en bókalestri eða tónlist. Hættu þessari vitleysu, einn klukkutími á dag gerir ekkert nema að takmarka barnið þitt. Nákvæmlega ekkert. Það verður engu hraustara, ábyrgðarríkara og VISSULEGA ekki fróðara. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:55

4 identicon

Ég bara get ekki hætt að hugsa um þetta. Takmarkarðu í alvöru tölvunotkun á heimilinu niður í eina klukkustund á dag?

Bannarðu þeim að hugsa líka í meira en eina klukkustund á dag? Eða að lesa? Bara kommon! Þú ert ekki að gera neitt nema að svipta börnin þín mikilvægri reynslu á bestu, frábærustu og æðislegustu uppfinningu mannkyns síðan örbylgjuofninn leit dagsins ljós.

Ábyrgðarleysi, segi ég, með fullri virðingu. Ég skora á þig að endurhugsa þessa pólisíu, barnanna þinna vegna. Fyrirgefðu að ég sé hrokafullur, en svona lít ég á þetta. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:08

5 identicon

Allt er gott í hófi og fólk setur sínar áherslur. Og ég held að enginn sé að banna börnum sínum að hugsa þó að tölvunotkun sé í lágmarki.

Svanfríður (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:24

6 identicon

Ég er sammála, þetta er heimskuleg uppeldis aðferð með eindæmum. Reglur og agi eru vissulega af hinu góða en hinsvegar er þetta ansi kjánalegt hjá þér. Þegar barnið er búið með heimanámið og laga til eða hvað eina sem þú vilt að það geri þá á það að fá að leika sér eins og því sýnist.

Þessi fornaldar hugsunarháttur um að tölvur og tölvuleikir séu stórhættulegir er gjörsamlega út í hött. Ég eyddi mínum unglings árum mjög mikið í tölvunni svo einfaldlega óx ég upp úr því og hlaut engan skaða af heldur lærði mikið og hafði gaman af.

Andri (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:14

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei nei nei þetta er gott mál hefðuð þið lesið allt sem var skrifað nefnir hún að þetta er fyrir utan það sem er gagnlegt eins og nám.

Einar Bragi Bragason., 3.2.2008 kl. 01:56

8 Smámynd: Ísdrottningin

Strákar mínir, slakið aðeins á.  Anda djúpt að sér, bíða aðeins.... og frá sér aftur.....

Já, ég takmarka í alvörunni tölvuleiki barnanna minna við klukkutíma á dag og skammast mín ekkert fyrir það. 

Þið eruð greinilega ekki fjölskyldumenn því þið gleymið alveg veigamiklum faktorum í þessari jöfnu.   Aldur barnanna skiptir til að mynda miklu máli í þessu tilliti, einnig þroski því ekki eru öll börn á eðlilegu þroskastigi í gullna meðalgildinu.  Ennfremur taka tómstundir utan heimilis töluverðan tíma barnsins nema þið ætlist til þess að íþróttir og tónlistarnám víki fyrir tölvuleikjum?  Svo er það útivera, skátar, heimanám, skylduverk, kirkjuprakkarar, kór, ferðalög og samverustundir fjölskyldunnar sem ég persónulega vil meina að séu afar mikilvægar.  Þegar að öllu þessu er hugað er ekki mikill tími afgangs til tölvuleikja og skipta þarf tölvutíma á milli fjölskyldumeðlima til að jafnræðis gæti, annars er hætt við innbyrðis ósætti.  Ég er víst gamaldags hvað það varðar að mér finnst svefntíminn vera afskaplega mikilvægur og honum verður því ekki fórnað fyrir tölvuleiki á mínu heimili.

Þið sjáið því að það eru alls ekki fleiri tölvuleikjastundir í boði hjá mínum börnum án þess að einhverju öðru sé fórnað nema því aðeins að almættið sæi sér fært að fjölga klukkustundunum í sólarhringnum en ég efast reyndar um að það yrði til góðs.  Mér þætti það ekki gott uppeldi að fara fram á að börnin mín fórni einhverju sem skiptir þau máli fyrir tölvuleiki jafnvel þó að öðru hvoru væru þau til í slíkt í hita leiksins, ég held hins vegar líka að það skipti líka máli að hvetja börn til að gefast ekki upp heldur klára það sem þau byrja á.

Mér finnst þið taka svolítið stórt upp í ykkur þegar þið segið að ég sé að "svipta börnin mikilvægri reynslu á bestu, frábærustu og æðislegustu uppfinningu mannkyns" og  "heimskuleg uppeldisaðferð" en það er bara mín skoðun.   Ég skil hins vegar engan veginn hvað er svona merkilegt og lærdómsríkt við að hanga klukkutímum saman í tölvuleik þar sem maður "keyrir" tölvuteiknaðan bíl á tölvuteiknaðri braut hring eftir hring bara til að bæta eigin tíma.   Mér finnst eðlilegra að klára sinn klukkutíma í slíkum afþreyingarleik og eiga svo eðlileg samskipti við annað fólk því það er þroskandi. 

Ég veit ekki hvort ég telst "kjánaleg" sem foreldri en ég vil að börnin mín alist upp við Guðsótta og góða siði eins og ég sjálf gerði og hlaut ekki skaða af....   

Akkúrat, Einar Bragi  

Ísdrottningin, 3.2.2008 kl. 13:53

9 Smámynd: Ísdrottningin

Ég ætti kannski líka að geta þess að bróðir minn er einn af tölvusnillingunum sem fyrirtæki slást um, svo gamaldags uppeldi þarf ekki að vera svo slæmt.........tölvulega séð.

Ísdrottningin, 3.2.2008 kl. 23:08

10 Smámynd: Karl Emil Karlsson

"Ennfremur taka tómstundir utan heimilis töluverðan tíma barnsins nema þið ætlist til þess að íþróttir og tónlistarnám víki fyrir tölvuleikjum?  Svo er það útivera, skátar, heimanám, skylduverk, kirkjuprakkarar, kór, ferðalög..."

Segðu mér, eru börnin þín að gera eitthvað af þessum hlutum á dæmigerðu þriðjudagskvöldi klukkan tíu?
Segðu mér líka hvaða rök hefur þú fyrir því að þessi iðja sé betri en tölvan?

Þekking á tölvum er eitt það dýrmætasta sem börnin þín geta fengið. Rökhugsun er þrautþjálfuð í tölvuleikjunum og samkeppnin er mikill lærdómur í framtíðina þegar börnin fara út á vinnumarkaðinn. Ég tala nú ekki um þegar þau spila fjöldaspilunarleiki á netinu, en ég efast um að þau komist inn í þá menningu með aðeins klukkutíma á sólarhring til ráðstöfunar. Samkeppnin sem þar er ríkjandi er alveg ótrúleg og barnið lærir að til að vera best í enhverju þarf það að rækta hæfileika, en umfram allt koma þeim í betri nyt en andstæðingarnir. Þar lærir barnið líka að það er ekki nóg að vera góður sjálfur, það kemst enginn áfram án góðra samstarfsfélaga. 

Ég persónulega er einn af þeim sem hafa eytt meira og minna öllum sínum frítíma í tölvunni. frá 5 ára aldri spilaði ég mikið af tölvuleikjum og í kringum 8-9 ára fór ég yfir í að spila við andstæðinga á netinu. Fyrsti augljósi ágóðinn var enskukunnátta, en ég stóð öðrum börnum framar hvað varðar orðaforða og stafsetningu í ensku. Svo er það hvað þetta þjálfaði rökhugsunina ofboðslega. Í grunnskóla þótti mér slæmt að fá ekki 10 á skólaprófum í stærðfræði, og svo endaði ég með 9 á samræmdu. Þekking á innviðum tölvunnar kemur svo smám saman og eftir því sem ég eldist fór minni tími í leikina og meiri í aðra þætti, en sú þekking finnst mér ómetanleg.
Þennan póst rita ég t.d. á linux stýrikerfi sem ég setti upp. Til að gera það þurfti ég að recompila kernelinn til að hann virki með G92 kjarna sjákortsins míns sem er það nýr að stýrikerfi styður hann ekki án þess að ég breyti því. Þetta er allt sett upp á tölvu sem ég setti saman sjálfur og borgaði samtals rúman 100 þúsund kall fyrir. Tölva af sambærilegum krafti myndi kosta á bilinu 250-300 þúsund í BT. Þetta tekst mér með því að kaupa íhluti í stykkjatali, suma erlendis frá, og keyra á hærri hraða en þeir eru hannaðir fyrir. Örgjörvinn minn er til dæmis á 3,4ghz í stað 2,13 með hjálp vatnskælingar. Ég þakka tölvunotkun það að ég er að byrja í háskóla í haust, 17 ára. Og auðvitað mun það verða tölvunarfræði eða rafeindaverkfræði.
Ef ég hefði ekki verið svona mikið í tölvunni, heldur frekar þessa hluti sem þú nefndir, væri ég væntanlega á 2 ári í framhaldsskóla og í vandræðum með námið, um það bil að falla og sækja um framtíðarstarf í álverinu í hafnarfirðinum. EN! ég kynni að spila á gítar! Og ég æfði kórsöng þegar ég var lítill! Og náttúrulega elska ég flokksforingjastöðuna mína hjá skátunum!

"...mér finnst svefntíminn vera afskaplega mikilvægur og honum verður því ekki fórnað fyrir tölvuleiki á mínu heimili."

Heldur ekki mínu. En hefur þér dottið í hug að fræða börnin þín um gildi svefnsins? Í staðinn fyrir að banna tölvuna og reka þau í bólið stundvíslega klukkan tíu? Reglur sem eru neyddar uppá börnin án þess að þau séu þeim sammála ala af sér ábyrgðarleysi. Hvernig væri að upplýsa barnið um eðli svefns og af hverju hann er mikilvægur? Og þá er ég ekki að meina að predikka eitthvað sem barnið trúir ekki hvort eð er, en ég efast um að það hlusti mikið á þig miðað við þau boð og bönn sem þú hefur í gildi. Flettu upp á áhrifum svefnleysis á wikipediu, sýndu niðurstöður rannsókna um svefninn. Myndi þér ekki þykja gaman ef barnið færi sjálft að hátta af eigin ábyrgð og frumkvæði og tryggði sér sjálft 8 tíma svefn án þess að þú komir þar að máli?

"...en það er bara mín skoðun."

Gerðu það ekki láta þína skoðun, sem er ekki byggð á rannsóknum, þekkingu eða rökum, bitna á börnunum "þínum".

"Ég skil hins vegar engan veginn hvað er svona merkilegt og lærdómsríkt við að hanga klukkutímum saman í tölvuleik þar sem maður "keyrir" tölvuteiknaðan bíl á tölvuteiknaðri braut hring eftir hring bara til að bæta eigin tíma.   Mér finnst eðlilegra að klára sinn klukkutíma í slíkum afþreyingarleik og eiga svo eðlileg samskipti við annað fólk því það er þroskandi. 

Mér finnst eðlilegt að þú skiljir það ekki, en það þýðir ekki að þú eigir bara að banna það. Keyra bílinn hring eftir hring þroskar samkeppnishæfileika og rökhugsun ("ef ég keyri á 130km/h í beygjuna í 4 gír þá ætti ég að ná henni í kantinum og vera nógu lágt gíraður til að fá smá hröðun upp í beina kaflann áður en ég næ að gíra upp"). Hvar færðu svo út að "eðlileg samskipti" séu svo meira þroskandi en samskiptin við mótherjana og liðsfélagana í tölvuleiknum?

Karl Emil Karlsson, 4.2.2008 kl. 01:53

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Halló Karl ...það er ok að þér hafi gengið sæmilega í skóla en þú ert trúlega undandtekning ferkar en regla í þessum efnum......Í tónlist eru náttúrúlega miklu fl. þættir sem falla saman í eina heild.....Þú getur ekki líkt því saman.

íþróttir eru að sjálfsögðu hollar fyrir tölvunörda sem og Tónlistarnema,

Þú ert eins og krakki sem er ánægt með að hafa límt saman flókið módel.

Einar Bragi Bragason., 4.2.2008 kl. 08:52

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst í lagi að setja mörk á tölvunotkun barna.  Ég er ekki nógu dugleg við að setja mínum skorður.  En hann hangir samt meira yfir sjónvarpinu.  Þau hafa gott af að leika sér úti og vera í leikjum og íþróttum.  En ekki bara endalausum tölvuleikjum og sjónvarpsglápi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Ísdrottningin

Veistu, Karl Emil að klukkan tíu á virkum kvöldum eru börnin mín sofandi.  Mér finnst alveg frábært hvað þér gengur vel og þú virkar á mig eins og þú sért vel gefinn ungur maður, en það er nú einu sinni svo að við erum jafn misjöfn og við erum mörg.  Þú verður bara að treysta því að ég sé nógu vel gefin og þekki börnin mín nógu vel til að átta mig á því hvar hæfileikar þeirra og áhugasvið liggja og að ég leggi mig fram við að sjá til þess að þau fái verðug verkefni í samræmi við þroska hvers og eins þeirra.

Reyndar væri gaman að taka þessa umræðu upp aftur þegar þú ert orðinn sjóaðri í lífsins ólgusjó og kominn með konu og nokkur börn, en í millitíðinni vona ég að þú áttir þig á því að það sem hentar einu barni þarf alls ekki að henta því næsta.  Gangi þér allt í haginn.

Ísdrottningin, 5.2.2008 kl. 00:46

14 Smámynd: Anna

Ah, þegar ég les skrif Karls fyllist ég nostalgíu; ég man þá tíma þegar ég vissi allt.  Vissi nákvæmlega hvernig heimurinn ætti að vera og fannst allir vitlausir sem gerðu eitthvað öðruvísi.  Það voru auðveldir tímar og þess vegna skil ég alveg af hverju þetta er svona augljóst í hans augum.

Það sem gerist hins vegar með aldrinum er að einhvern vegin hættir heimurinn að vera einfaldur, gildin breytast og lífsskoðanir mótast af reynslu og mótlæti.
Ég ætla ekki að segja að hann hafi algjörlega rangt fyrir sér en ég ætla líka að skrifa meirihlutann af því sem hann segir á ungæðislegan hugsunarhátt sem á eftir að mótast betur með yfirvofandi háskólanámi en sérstaklega þegar hann sjálfur eignast börn.

Eftir stendur að tölvunotkun verður að fíkn hjá sumum einstaklingum, það er staðreynd, þótt Karl Emil taki sjálfan sig sem dæmi um að tölvur séu fyrirtaksuppeldisaðilar. Hins vegar þykja ekki góð fræði að taka sjálfan sig sem dæmi (og það er víst eins gott að Karl átti sig á því, svona áður en hann byrjar í Háskólanum) eða að alhæfa út frá „case studies” og þess vegna ætti hann að kynna sér hvað tölvufíkn er. Tölvufíkn er ekkert endilega bara að vera mikið í tölvunni, það er ekkert að því að vera mikið í tölvunni svo lengi sem tölvunotkunin hefur ekki áhrif á daglegt líf.
Í hans tilfelli er tölvan greinilega hans daglega líf og það er bara hans mál.  Börn Ísdrottningarinnar hafa hins vegar heilmargt annað að gera eins og sést af skrifum hennar og hvurn árann er hann að setja sig á háan hest með setningum á borð við:

„Ef ég hefði ekki verið svona mikið í tölvunni, heldur frekar þessa hluti sem þú nefndir, væri ég væntanlega á 2 ári í framhaldsskóla og í vandræðum með námið, um það bil að falla og sækja um framtíðarstarf í álverinu í hafnarfirðinum. EN! ég kynni að spila á gítar! Og ég æfði kórsöng þegar ég var lítill! Og náttúrulega elska ég flokksforingjastöðuna mína hjá skátunum!”

Ég sé ekki að þetta bendi til þeirrar víðsýni og samskiptahæfileika sem drengurinn segir að fylgi tölvunotkun. Neibb, heimsmyndin er „ég hef áhuga á tölvum, ergo tölvur eru kúl en ekki skátar.” Hvernig væri að leyfa börnunum að ákveða hvað þau vilja? Í fjölskyldu Ísdrottningarinnar er mun meiri áhersla lögð á útiveru og ferðalög heldur en tölvur svo ég myndi halda að skátarnir væru einmitt það sem börnin hennar þurfa, þar læra þau ákveðna hluti sem tengjast útivist og ýmsu öðru. Það er þeirra lífstíll, þótt hann sé kannski ekki allra.

Ég er einmitt að byrja rannsóknarvinnu á tölvuhegðun barna og hef fundið margt áhugavert varðandi tölvunotkun og félagsleg tengsl, m.a. frá háskólaprófessor (Michael A. Weinstein, prófessor í stjórnmálafræði við Purdue háskóla) sem lýsir því hvernig samskiptahættir og félagshegðun hefur breyst á síðustu árum og í umfjöllun um hann segir m.a. „...taking his view then, it is assumed that we are encouraging our children to become social nitwits!”

Þegar öll samskipti við annað fólk fara fram í gegnum tölvu glatast nefnilega mikilvægur þáttur, nálægðin við annað fólk og sú staðreynd að annað fólk hefur áhrif á hegðun okkar.  Tölvuskjárinn skapar fjarlægð og það er auðvelt að taka ekki mark á einhverri manneskju úti í bæ, maður setur hana bara á ignore.  Á sama hátt missir maður af mikilvægum þætti í samskiptum; raddblæ og líkamstjáningu sem er allt að 80% samskipta.
  Á skátafundum, kóræfingum, íþróttaæfingum o.þ.h. verður maður að díla við fólkið í kringum sig á áþreifanlegan hátt og miðað við rannsóknirnar sem ég er að lesa þá held ég að það sé mun vænlegri kostur í uppeldinu.

Anna, 8.2.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband