Það skemmtilegasta sem ég veit.

Er vetur með vetrarveðri einmitt eins og nú er.  Ég er búin að skemmta mér svo vel í dag Smile

Ég sótti lítinn fólksbíl á sumardekkjum og fór á honum í vinnuna í morgun. Fór svo upp í efra Breiðholt, inn á stórt bílaplan þar sem menn höfðu verið að festa sig þvers og kruss, gegnum það allt saman og að kafsnjóuðum bílskúr að sækja dekk sem áttu að fara undir bílinn. Ég skemmti mér konunglega við að komast þetta og ekki skemmdi það heldur fyrir að einhverjir skóflukarlar stoppuðu og fóru að fylgjast með mér hristandi hausinn. Nokkrum sinnum leit út fyrir festu og þá glottu þeir þessu "ég vissi það" brosi en alltaf tók ég hann uppúr aftur og þegar ég var komin að bílskúrnum létu þeir sig hverfa frekar lúpulegir...  Devil

Eftir að hafa leikið mér heilan helling á bílnum í snjónum skipti ég um dekk undir honum svo nú verður hann í fínu lagi fyrir eigandann þegar honum þóknast að koma frá Spáni.

Ef prinsessan væri ekki með hita og hálsbólgu væri ég trúlega enn úti að keyra í snjónum en ég skelli mér í góðan göngutúr í staðinn á eftir.

 --------

Ég var að rifja svolítið upp í morgun. 

Einu sinni var ég að þvælast eitthvað hérna í bænum að vetrarlagi, ég var trúlega eitthvað um 11 ára gömul, þá var allt á kafi í snjó og allir fastir allstaðar í því hverfi.  Ég smalaði saman her af púkum og við vorum í því að ýta bílum út af bílastæðinu og upp úr sköflunum og hvar sem þeir nú gátu fest sig.  Við stjórnuðum alveg umferðinni um svæðið því færðin var þannig að fólkið var eiginlega upp á okkur komið en það sem ég man best er að sumum var varla hægt að hjálpa, þeir gáfu allt í botn, spóluðu bara og virtust ekki hafa neina tilfinningu fyrir bílnum.  Ég man að ég var að segja fólki til, hvenær það ætti að gefa inn, hvenær að leggja á hann og þessháttar. Ég, barnið benti fjölda fólks á að passa að láta bílinn ekki spóla "um leið og bíllinn spólar ert þú ekki lengur við stjórn"  Það sem að mér þykir skrýtnast er að ég man ekki til þess að nokkur móðgaðist eða segði eitthvað um að ég hefði ekki vit á þessu... En ég var bara krakki og finnst því ótrúlegt að hugsa til baka til þessa.

Einu sinni Ísdrottning, ávallt Ísdrottning...


mbl.is Ófærð í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góð

Ólafur fannberg, 8.2.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband