Konudagur

Nú fer það ekki fram hjá neinum að konudagur nálgast ört, auglýsingar blasa við hvert sem litið er, rétt eins og allir ætli sér að græða á eymingjans kallgreyjunum sem vafalítið fá orð í eyra ef þeir eyða ekki formúu í konudagsblóm með gjöf og öllu tilheyrandi.

Ég verð að játa að ég er ekki hrifin af því að gera of mikið úr svona dögum... 
Það eina sem að mig langar raunverulega í þennan dag er að vera vakin upp við ilmandi kaffilykt og fá smá kruður og kræsingar úr bakarínu með kaffinu en það er eitthvað sem er bara leyfilegt þennan eina dag á ári.

Flottust finnst mér samt ein vinkona mín sem fyrstu tvö árin fékk heljarinnar blómvendi frá sínum manni og blöskraði alveg bruðlið, enda hefði hún heldur vilja eyða þessum peningum sjálf.
Hún settist því niður með sínum manni og sagðist heldur vilja fá góðan drátt á konudaginn heldur en afskorin blóm sem hvort eð er dræpust á nokkrum dögum og ef hann vildi gera eitthvað alveg sérstakt fyrir sig mætti hann færa henni morgunmat í rúmið þennan eina dag á árinu.
Þetta varð að samkomulagi og á hverjum konudegi fer hún framúr södd og sæl (á fleiri en einn veg....) en gestum sýnir hún stolt flotta þurrkaða blómvöndinn sem hann gaf henni fyrir mörgum árum og stendur enn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá vinkonu þinni.  En ég óska þér samt til hamingju með daginn, það kostar ekkert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Ísdrottningin

Takk og sömuleiðis

Ísdrottningin, 24.2.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: K Zeta

Hvað fékkstu?

K Zeta, 26.2.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Ísdrottningin

Ég var alla vega bæði södd og sæl daginn þann

Ísdrottningin, 27.2.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband