Veikindi og lestur

fer oft ágætlega saman en það er helst að hóstinn og snýturnar sem fylgja þessu hálsbólguveseni trufli við lesturinn, eins líka jú þegar veikindin bera mann ofurliði og maður dottar ofaní bókina.

Bókin að þessu sinni er Ekkjan eftir meistarann Stephen King.

Ekkjan er stór og mikil bók eins og flestar hans bækur eða heilar 506 blaðsíður samkvæmt blaðsíðutali.  Hingað til hefur það ekki hrætt mig að fá í hendurnar þykkar bækur og þá sérstaklega bækur Stephens því þær hafa einfaldlega verið nógu spennandi til að gleðja mann aðeins lengur en þessar hefðbundnu sem sumar hafa eingöngu enst brot úr degi.

Að þessu sinni horfir öðru vísi við því að Ekkjan er einhver óaðgengilegasta bók sem ég hef lesið eftir Stephen King.  Ég undirstrika orðið vegna þess að mér finnst það lýsa reynslu minni af byrjun bókarinnar einkar vel.
Í stað þess að lesa bókina allt til enda í einum rykk, lagði ég hana frá mér nokkrum sinnum í fyrri hlutanum en þrjóskan um eitthvað bitastæðara aftar í lesningunni rak mig áfram og leyfði mér ekki að gefast upp.

Bókin fjallar um Lisey, ekkju Scott Landons, rithöfundar sem deyr tveimur árum áður en bókin hefst.  Í ættum Scotts liggur geðveiki sem í fyrstu er eingöngu ýjað að en tekur svo yfir í minningarferð þeirri sem við förum með ekkjunni aftur í tímann.  Smám saman blandast svo geðveikin, fortíðin og nútíðin saman við raunveruleikann sem og ímyndaðan hliðarheim geðveikinnar.

Ég á enn eftir að lesa u.þ.b. 130 bls. svo það er enn ekki öll von úti en mér fannst ég ekki ná neinum tökum á bókinni fyrr en í seinni hlutanum, það hvarflaði meira að segja að mér framarlega í bókinni að hætta lestrinum en það hefur ekki gerst oft.   Reyndar man ég ekki eftir nema þremur bókum, af þeim aragrúa bóka sem ég hef lesið, sem ég gafst upp á og lagði frá mér án þess að lesa til enda.

Ég hlakka nú samt til að ljúka lestri bókarinnar en ég vona að meistara hryllingsins takist betur að fanga athygli mína með gömlu góðu uppskriftinni að smá hryllingi, slatta af dulúð og mikilli spennu í næstu bókum sínum.  

Jæja, nóg í bili.... Ég þarf að halda áfram að lesa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband