28.2.2008 | 20:16
Föðurarfurinn fyrir bí.
Ef um einhvern annan hefði verið að ræða en Kjarval hefðu afkomendur ekki tapað föðurarfinum jafn miskunnarlaust í hendur hins opinbera.
Þar eð ekki er til neitt skriflegt í höndum Reykjavíkurborgar um að verkin hafi verið gjöf og í raun er þessi málarekstur allur hinn makalausasti. Ef að Jón Jónsson bæri fyrir rétti að Páll Pálson hafi fyrir andlát sitt gefi sér jörð og vitni bæru að jú, Páll hafi nú einhvern tíman sagt sem svo, verða þá börn Páls einfaldlega af föðurarfinum? Gengi Jón þá í burtu sen nýr kvaðalaus jarðeigandi?
Getur þetta virkilega gengið upp lagalega séð? Jú gamalt minnisblað segir að Jón hafi verið sannfærður að um gjöf hafi verið að ræða!
Ég sé ekkert réttlæti í því.
Erum við komin í sandkassann aftur? ,,Já en hann sagði að ég mætti eiga dótið" Eftir sandkassaævintýrin koma jú foreldrarnir og passa uppá að hver fari heim með það sem hann lagði til leiksins, það er ekki þannig að einn taki allt í skjóli valdsins ,,sandkassinn er á minni lóð, ég má eiga dótið"
Nei, það á ekki að níðast á minni máttar og það var Kjarval síðustu árin.
Hvað ef að afi og amma fara í Alzheimer-gleymskunni að gefa frá sér hitt og þetta í vitna viðurvist, má þá viðkomandi hirða heilu innbúin og jafnvel fasteignirnar líka? Nei slíkt kemur bara fyrir í skjóli valds borgarinnar og hins opinbera eða hvað?
Þetta er til háborinnar skammar!
Mér finnst alveg lágmark að erfingjum verði boðnar fébætur í stað föðurarfsins og eins og eitt verk hvert þeirra (jafnvel þó það væri með kvöð um að verkin fari ekki út á sölumarkað næstu 70 árin eða eitthvað í þá áttina)
Sá aðdragandi sem hæstiréttur talar um að felist í því að ,,borgin ákvað að reisa listasafn og sýningahús sem skyldi bera nafn listamannsins" er fáránlegur og rök sem ég blæs á. Hvað vita þeir um raunverulega skoðun Kjarvalanna á þeirri byggingu og þeirri sýndarmennsku sem í þeim heiðri bjó? Mun minna en þeir halda get ég sagt ykkur!
Ráðamenn syðra gerðu hlutina eftir sínu höfði án þess að skeyta um nokkuð það sem skipti Kjarvalsbræður máli alveg eins og borgin og hennar ráðamenn fyrr og síðar gera gagnvart niðjunum enn þann dag í dag og eitt dæmi skal ég nefna hér:
Þannig er eins og flestir vita að þá voru þeir tveir bræðurnir sem tóku sér Kjarvalsnafnið (dregið af írska konungsnafninu Kjarvalus enda kom ekkert minna en konungsnafn til greina, hjá svo stórhuga mönnum). Seinna þegar ákveðið var að kalla Kjarvalsstaði einmitt því nafni bjó Þorsteinn Kjarval á Kjarvalsstöðum vestur á fjörðum en það var þá lögbýli. Nafngift þeirra sunnlendinga var honum mikill þyrnir í augum en Jóhannes taldi sér ekki vera stætt á að fá menn til breytinga syðra þótt ekki væri hann sáttur. Málum lyktaði því þannig að ráðamenn Reykjavíkurborgar höfðu sitt fram en Þorsteinn fannst sér ekki vært vestra og dó að lokum í Reykjavík enn jafn ósáttur við að helvítin fyrir sunnan stálu af honum bæjarnafninu.
Margar skemmtilegar sögur eru til af þeim bræðrum enda oft á tíðum kynlegir kvistir þar á ferð en það er mitt mat sem og flestra sem til þekkja að þeir kynnu síst að meta ráðsmennskurass Reykjavíkurborgar og dómara gagnvart niðjum Jóhannesar.
Og svei attan og skammist ykkar bara.
Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 996
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála hverju einasta orði!
Þetta er til háborinnar skammar!!
Ragnar Sverrisson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 02:27
Sammála, ég mun alltaf líta svo á að Reykjavíkurborg hafi stolið þessum málverkum, og þeim til háborinnar skammar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:57
Svona haga kóngar sér í ævintýrum sér en ekki lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins.
K Zeta, 29.2.2008 kl. 18:55
Skammarlegt.
Magnús Þór Jónsson, 1.3.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.