27.3.2008 | 11:56
Það var nú gott!
Ég vona að hún verði sem dýrust til að sem fæstir kaupi þetta glundur til drykkjar.
Á meðan þessi lífselexír kálfa er einungis fáanlegur gerilsneyddur, fitusprengdur og aukinheldur seldur frá kálffullum kúm (sem er hættulegt fólki vegna magns hormóna í mjólkinni) er þetta ekkert annað en krabbameinsvaldandi eitur í mínum huga og ég vona einnig að sem fæstir láti glepjast af endalausum yfirlýsingum um nauðsyn mjólkur til manneldis kalksins vegna.
Samkvæmt öllum nýlegum rannsóknum sem ekki eru fjármagnaðar af mjólkuriðnaðinum sjálfum, kemur það skýrt fram að mannslíkamanum gengur verr en talið var að vinna kalk úr mjólkinni.
Í fyrra voru birtar niðurstöður úr bandarískri rannsókn þar sem verið var að kanna kalkbúskap og beinþéttni kvenna. Rannsakaðir voru tveir hópar kvenna, hópur kvenna sem látinn var drekka ákveðið magn mjólkur á dag að staðaldri og hópur kvenna sem ekki drakk mjólk og helstu niðurstöður voru þær að mjólkurhópurinn stóð ekki betur að vígi, hvorki hvað varðar kalk né beinþéttni. Einhver hluti hópsins stóð jafnvel verr að vígi en samanburðarhópurinn hvað þetta varðaði!
(Þetta var stórt úrtak kvenna og stóð yfir í einhver ár, ég man ekki nákvæmar tölur en það kom meira að segja smá klausa um þessa rannsókn hér á mbl.is)
Kalk og D-vítamín er lífsnauðsynlegt, sérstaklega okkur kvenfólkinu en við verðum að geta unnið það úr fæðunni til að það geri okkur gagn...
Ég man ekki betur en að það hafi verið reynt að ala kálf á gerilsneyddri og fitusprengdri mjólk.
Hann steindrapst, segir það ekki allt sem segja þarf?
Ef þig vantar kalk og telur þig ekki vera að fá nóg úr fæðunni er gamla góða eggið í sítrónusafanum góð lausn og ekki skemmir fyrir að þú getur skellt lýsinu (og/eða þeirri óhituðu lífrænu virgin olíu sem þú vilt) út í sítrónu-kalk-safann þinn og............ Voilá.... Þú ert kominn með þennan fína hollustudrykk til að byrja daginn á!
Mjólkurlítrinn í 100 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 996
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér,er alltaf jafn hissa að sjá fullorðið fólk þamba í sig mjólk.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 12:25
Ég tek alltaf lýsi og er með ágætis beinabúskap, en ég drakk mikla mjólk á mínum yngri árum, nóta bena allt uppeldið drakk ég mjólk beint úr kúnum, því við keyptum mjólk frá fólkinu í næsta húsi, á brúsum. En ef fólk þarf mikið kalk þá er elftingin góð til átu, hún er með mikið kalk, sem er frekar auðvelt upptöku fyrir líkaman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 15:11
Ég drakk líka mjólkina í sveitinni og geri enn þegar tækifæri býðst. Já, satt segirðu með Elftinguna, það er svo margt gott að finna í jurtaflórunni.
Ísdrottningin, 31.3.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.