Fátt sem jafnast á við að fara á fjöll.

Það er fátt sem jafnast á við það að fara á fjöll og í góðu veðri, á jökli kemst maður ekki nær Guði sínum en einmitt þar og þá. 

Þetta er alveg himnesk tilfinning sem smitar út frá sér og mann langar aftur og aftur;   Að reyna á færni sína við akstur í snjó, að finna hið hárfína samband milli bíls og bílstjóra í baráttunni við mismunandi snjóalög, (svo er alltaf örlítill metingur milli bíleigenda en minn er bestur :D ) og að finna til smæðar sinnar í stórbrotinni náttúru eða að standa á ísbreiðunni á einum af tröllauknum jöklum landsins.  Orð geta ekki lýst þessari reynslu nógsamlega.

Norðmenn held ég hafi skilning á þessu enda sýndu þeir mínum jeppa til dæmis miklu meiri áhuga heldur en svíar, danir og færeyingar þegar ég fór í norðurlandareisuna mína.  Norsararnir kíktu þó undir bílinn, skoðuðu dekkin og spurðu um verð á þeim.

Það var líka mjög gaman að heilsa uppá íslensku fyrirtækin í Noregi en bæði Fjallasport og Arctic Trucks eru með útibú í Drammen í Noregi þar sem þeir sjá um ýmisskonar breytingar á bílum (meðal annars fyrir norska herinn) en Drammen er einskonar bílainnflutningsmiðstöð Noregs. 

Ég er bara forfallin jeppakelling og hef held ég alltaf verið. 


mbl.is Áfjáðir í íslenska jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband