9.4.2008 | 13:45
Sammála öllu nema...
Þessu með kakósúpuna. Kakósúpa er ekki matur í mínum augum og flokkast seint undir þá hollustu sem talað er um að eigi að einkenna mat skólabarna.
Ég get ekki séð neina hollustu í að sjóða saman mjólk, sykur og kakó og sáldra svo tvíbökum yfir.
Unnin mjólk!, einföld kolvetni! og þarmakítti!
Ef fólk á annað borð vill gefa börnunum sínum slíkan mat ætti það að gerast inni á heimilunum í friðhelgi einkalífsins.
Börn sem hafa fengið staðgóðan hollan morgunmat standa betur að vígi en samt má reikna með að börnin öll hafi gífurlega orku fyrsta hálftímann eftir kakósúpuna en lendi svo fljótlega í svokölluðu sykurfalli og hvað haldið þið að verði um einbeitingu barnanna á því stigi málsins? Þau eru ekki námshæf á meðan á sykur"rush-inu" (ærslafull og óróleg) og heldur ekki eftir sykurfallið (róleg jú en ekki með eftirtekt í lagi, sum hver jafnvel sofandi) og svo koma þau banhungruð heim eftir skóla og borða yfir sig af því að þau voru orðin of svöng.
Nei má ég þá heldur biðja um kjöt eða fisk og grænmeti með, helst alla daga!
Ég er ósátt við það að mega ekki taka dóttur mína heim í hádeginu og gefa henni að borða þegar ruslfæði á við kakósúpu og mikið unninn mat er á borðum í skólanum. Mér er uppálagt að senda hana með tvöfalt nesti þegar svo er en það kemur aldrei í staðinn fyrir heitan mat í hádeginu fyrir utan hvað nestisbörnin verða fyrir miklu aðkasti frá hinum börnunum sem ekki hafa skilning á óþoli og ofnæmi.
Já ég er víst svolítil "tuðlín" í dag... (nýyrði yfir kvenkyns tuðanda)
En það er gaman að sjá þegar börn láta sig málin varða og víst hafa foreldrar og kennarar ástæðu til að vera stoltir af þessum börnum.
Minni sóðaskap, veggjakrot og stríðni - meira af kakósúpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með kakósúpuna er nú aukaatriði í þessari frétt. En þarna fá ungir krakkar að láta skoðanir sínar á nánasta umhverfi í ljós með von um að hlustað verði á þá. Og þá er um að gera að koma kakósúpunni áleiðis, þeim finnst hún góð
Rósa Harðardóttir, 9.4.2008 kl. 14:19
Það er satt hjá þér og það er aðdáunarvert en eins og ég sagði hér að ofan þá vaknaði fröken tuðlín upp í mér þegar minnst var á kakósúpuna en ég hef gagnrýnt veru hennar á skólamatseðli frá því að mötuneyti skólanna hófu sína starfsemi.
Ísdrottningin, 9.4.2008 kl. 15:14
Já hún er eins og sælgæti bónus fyrir vel unninn störf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:34
Það er ljótt að heyra og á ekkert að bæta úr því?
Mér finnst alveg skelfilegt ef að kappið um að fá matinn á lægsta hugsanlega verði gerir það að verkum að hollustan fer fyrir bí.
Ísdrottningin, 10.4.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.