Ég fagna því

Já, ég fagna því að haldinn verði fundur í allsherjarnefnd.  Bæði er kominn tími til að þingmenn setjist niður með forystumönnum atvinnubílstjóra í rólegheitum og reifi sín mál en eins er brýnt að atburðir dagsins verði skoðaðir og það frá öllum sjónarhornum.

Grjótkast er að mínu mati ekki ásættanlegt og óþarfi að kenna bílstjórum um það óhæfuverk.

Aðgerðir lögreglu í dag tel ég hafa verið óþarflega harkalegar og ekki nógu vel ígrundaðar.  Ég tel að þegar skapast jafn eldfimt ástand og þarna gerðist, þurfi að miða aðgerðir við hófsemisregluna og stuðla að því að leysa upp mannsöfnuðinn í góðu en ekki að byggja upp samkennd múgsins gegn valdboðinu í óumflýjanlegu ofbeldi.

En að sjálfsögðu eru þetta bara mínar skoðanir svo langt sem það nær...
(og þar eð ég skrifa ekki undir skírnarnafni mínu þá eru þær reyndar ekki metnar mikils að mér skilst en það er önnur saga) 

 


mbl.is Vilja fund í þingnefnd vegna lögregluaðgerðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samála þér hvort sem að þu ert nafnlaus eða ekki

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.4.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Skaz

Jáh sammála meira að segja með nafnaleyndarmálið, búinn að vera með þetta nick síðan vá IRCið var hot '90 og eitthvað og þykir vænt um það....skrifa undir því eins og mitt nafn væri, en þessi leið hindrar leiðinda símtöl frá misgáfuðum mönnum.

En jú ég held að það sé fyllileg ástæða fyrir að allsherjarnefnd skoði aðeins umgjörð þessara aðgerðar þar sem að ég myndi ekki kalla þetta árlegan viðburð hér á landi. 

Skaz, 24.4.2008 kl. 02:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:32

5 identicon

Það var mikið reynt með góðu. Skilgreyndu harkalegt. Var eitthver lamin? var eitthver beinbrotin? voru notaðar gúmíkúlur eða háþrísti vatnsbyssur? Nei það var notaður PIPARÚÐI! og menn voru snúnir niður og járnaðir vegna þess að þeir voru jú dýrvitlausir og ekki hægt að koma fyrir þá vitinu!! Hefuru hugsað til löggunar sem fékk grjót í hausinn? Hvað ef grjótið hefði verið þyngra? Hugsaðu um það. Ég mæli svo með því að þú kíkir í bæinn kl svona  um 4 leitið á Laugardagskvöldið næsta

óli (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:18

6 identicon

Já það er löngu kominn tími til að fólkið á verndaða vinnustaðnum Alþingi  fari að vinna fyrir fólkið í landinu og hætti að eyða tímanum í að diskótera  hvort þessi eða hinn fari til kína eða ekki til að skemmta sér yfir ólympíuleikunum á kostnað okkar. Ég missi nú ekki svefn yfir því að það hafi einn lögreglumaður fengið steinvölu í höfuðið. 

Glanni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:50

7 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

http://www.youtube.com/watch?v=MCmNaLso6e4

Hlynur Jón Michelsen, 25.4.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband