Rangt!

Myndin er EKKI af Súðavíkurhlíð!

Myndin sýnir fyrstu jarðgöng á Íslandi, Arnardalsgöng sem liggja í gegnum Arnarneshamar en hamarinn var síðasti tálminn sem þurfti að sigrast á til að geta opnað veginn til Súðavíkur en síðasti farartálmi um djúpveg var í Skötufirði. (leiðrétt af JSM)

Göngin hafa löngum verið kölluð "Hamarsgatið" af heimamönnum en þau voru einbreið til skamms tíma og var til siðs að menn þeyttu bílflautu sína þegar ekið var inn í göngin til varúðar fyrir þá sem hugsanlega kæmu hinu megin frá á sama tíma. 

 

Það má vel vera að fyrst vegurinn liggur hvort eð er til Súðavíkur frá Ísafirði þá þyki fólki einfaldast að kalla hlíðina Súðavíkurhlíð frá Arnarnesi og inn Álftafjörðinn en það er jafn rangt fyrir það.

Ég veit ekki hvar sjálf veltan var, hvort að hún var á Súðavíkurhlíð eður ei en ég vona að ökumaður jafni sig fljótt og vel og verði ekki meint af. 


mbl.is Bíll valt á Súðavíkurhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Sammála, Hamarsgatið skal það heita.
En ætli "gæsirnar" hafi verið úr Súðavík eða frá Ísafirði, hvert voru þær að fara og hver borgar tjónið ??
Er bara svona að velta þessu fyrir mér sem gamall Ísfirðingur :-)) .

Marta smarta, 6.5.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Ísdrottningin

Ísdrottningin, 7.5.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hamarsgatið var nú ekki einbreitt til skamms tíma, það var gert 1949 og fjörutíuogeitthvað árum seinna var það breikkað. Ég var orðin töluvert stálpuð þegar það var gert og ég er fædd '81.  En jæja.

Já, svo er hlíðin alltaf kölluð Súðavíkurhlíð og persónulega finnst mér óþarfi að æsa sig yfir því.

Hjördís Þráinsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband