Unglingar í vanda

Lögreglan í Reykjavík er því miður ekki sú skilvirkasta þegar kemur að unglingum í vanda, þeir eru jú of margir og lögregla og barnavernd of fáliðuð til að sinna málum sem skyldi.

Þegar haft er samband við lögreglu í Reykjavík vegna unglings í vanda og foreldrar vilja að hafin sé leit er manni bent á barnaverndarnefnd, þá þarf tíma til að ná sambandi við þá, svo þarf að úthluta málinu til starfsmanns og svo þarf að hitta hann og setja hann inn í hvað hefur gengið á.
Slíkt er ekki uppbyggilegt fyrir foreldra sem bíða milli vonar og ótta um líf og limi unglings hvort sem um er að ræða ungling í uppreisn eða ungling í vímuefnavanda.

Ef ná á í barnaverndarnefnd utan skrifstofutíma þarf að hringja í neyðarlínuna, 112 og setja starfsmann neyðarlínu inn í málið til þess að hann fáist til að gefa samband við barnaverndarfulltrúa sem þarf svo að útskýra málið fyrir, aftur frá byrjun.  Persónulega finnst mér nóg á foreldra lagt þó að þeir þurfi ekki að eyða allri sinni orku í að útskýra aftur og aftur fyrir Pétri og Páli hvernig sé í pottinn búið áður en samband næst við einhvern sem raunverulega hefur eitthvað með málið að gera.

Það að fá áheyrn barnaverndarnefndar er heldur ekki alltaf nóg, eitt sumarið datt t.d. mál unglings í fíkniefnavanda uppfyrir vegna sumarleyfa starfsfólks.  Einhverjum láðist að senda málið annað og þann mánuð var unglingurinn á götunni án þess að nokkuð fengist að gert fyrr en sá starfsmaður sem hafði málið á sinni könnu, kom aftur úr fríi.   Á meðan beið laust pláss á meðferðarheimili eftir því að barnaverdarnefndarfulltrúinn kláraði pappírsvinnuna svo unglingurinn gæti mætt á svæðið.

Ég trúi ekki að þetta sé eina skiptið sem mál hafa óvart strandað hjá barnaverndarnefnd og á meðan engdust foreldrarnir og vissu ekki hvar barnið þeirra var niðurkomið en unglingurinn þvældist um bæinn í vímu og rugli og gisti í ruslageymslum borgarinnar. 
Foreldrarnir hringdu í lögreglu sem vísaði á barnaverndarnefnd sem vísaði á hina og þessa starfsmenn sem ýmist voru í fríi eða könnuðust ekki við málið og ætluðu ekki að skipta sér af því.

Þetta er því ekki jafn einfalt og ætla mætti en samt eru það foreldrarnir sem sitja undir ásökunum bloggheima/þjóðfélagsins þegar efla þyrfti starf barnaverndarnefndar og leysa manneklu lögreglunnar í höfuðborginni til þess að taka megi á þessum málum um leið og þarf á að halda.

Mér skilst að þessi tiltekna stúlka sé fundin og óska ég henni og foreldrum hennar alls hins besta.


mbl.is Lýst eftir 13 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Getur verið að lögreglan kasti boltanum yfir til næsta aðila í kerfinu þegar barn hverfur - og svo sé hann rúllandi lon og don ?  Ég vona svo sannarlega að það sé ekki tilfellið.  Þegar 15 ára barn hverfur, hvers vegna sem það nú gerist, hlýtur það að vera forgangsverkefni lögreglunnar að hefja leit umsvifalaust.  Jafnvel þó krakkinn sé til vandræða, hefur enginn leyfi til að láta hann lönd og leið ef grunur leikur á um að hann sé týndur eða í vanda.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Ísdrottningin

Því miður er það svo, já í þeim tilfellum sem ég þekki sjálf til og hef heyrt af. 

Einu sögurnar sem ég hef heyrt af skilvirkum yfirvöldum í málum unglinga í vanda var í Kópavogi áður en lögreglan þar sameinaðist lögreglunni í Reykjavík. 

Ég held að það átti sig enginn á því hversu skítt þetta kerfi er fyrr en staðið er í sporum aðstandandans og hver hefur orku til að berjast fyrir fleiru en lífi barns síns og fjölskyldu á þeim tímapunkti?  

Ísdrottningin, 8.8.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög góður pistill hjá þér.  Það er alveg með ólíkindum bæði kæruleysið og virðingarleysi stjórnvalda og stofnana fyrir þessum málaflokki.  Það er alveg rétt hjá þér, foreldrar og aðstandendur eru nógu brotnir fyrir, þó þeir þurfi ekki að standa í svona stappi.  Þarna þyrfti að vera 24 tíma varðstaða, til að styðja við foreldra og koma af stað ferli þegar unglingurinn vill fara og gera eitthvað í sínum málum.  Svo á að vera til lokuð meðferðarstofnun, þar sem þau fá aðhlynningu og meðferð, án þess að fá leyfi til að fara.  Þeim er oftast ekki sjálfrátt, þegar þau eru veikust fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband