Á. K. Þáttastjórnandi með þágufallssýki.

Með kveðju til Ásgeirs Kolbeinssonar og ráðamanna þáttarins Sjáðu:

Mér til skelfingar sagði Ásgeir "honum dreymir" í umsögn sinni um bíómynd í þættinum Sjáðu á Stöð tvö fyrir stundu.  Þetta er til skammar!

Einu sinni þegar ég á mínum yngri árum kom í heimsókn til Reykjavíkur og vildi ólm falla inn í hópinn hermdi ég eftir flestu sem fyrir mig bar.  Eftir áminningu heima fyrir sneri ég mér að móður minni og spurði: "Af hverju má ég ekki segja mér langar???, allir hinir krakkarnir gera það!!"

Þetta varð til þess að ég uppgötvaði að í borginni væri talað annað tungumál en í sveitinni.  Á þeim árum sem liðið hafa síðan hefur ástandið stundum verið svolítið betra og stundum enn verra en eftir að fríblöðin litu dagsins ljós er eins og að borgarbúar hafi að mestu glatað því sem eftir var af málfarsmetnaði sínum.

Betur má ef duga skal ef við viljum skilja hvert annað.

Útrýmum þágufallssýki!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég veit ekki, kæra Ísdrottning, hvort það sé talað eitthvað verra mál í borginni frekar en á landsbyggðinni. Málfarssóðarnir eru úti um allt... því miður.

Ég tek fyllilega undir með þér: Útrýmum þágufallssýki. Það er samt ekki nóg. Útrýmum líka slettum, ambögum og, ekki sízt, fallbeyingaflótta.

Nýlegt dæmi er t.a.m. meðferð fjölmiðla á nafninu Marsibil.

Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að það þarf að útrýma þágufallssýkinni.  Maður heyrir oft svona ambögur í fjölmiðlum.  Hvað varð um málfarsráðunauta ?  Er ekki þörf á slíkum lengur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband