1.9.2008 | 14:32
Fasteignasölur - fasteignaleit
Það er til nóg af húsum ætluð nýríkum og flottræflum, það vantar ekki.
Það er líka til nóg af einsleitum óaðlaðandi íbúðarkumböldum og enn eru verktakar að bæta slíkum á markaðinn sem gerir fasteignaleit óaðlaðandi og tímafreka.
Fasteignasíða mbl.is er með ágætis leitarvél en þó eru þar ýmsir gallar til dæmis:
- Það vantar að gera greinarmun á bílskýli og bílskúr,
- það er ekki hægt að leita að ákveðnum svefnherbergjafjölda því fasteignasalar skrá alla króka og kima sem herbergi og svo þarf að lesa alla lýsinguna áður en maður kemst að því að "þriðja svefnherbergið" er borðstofan eða eitthvað álíka
- og maður fær í leitarniðurstöður allar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að hafa ekki hakað í valmöguleikann Nýbyggingar.
Allt eru þetta atriði sem angra mann og tefja leit. Ég var því ánægð með að opnaður væri nýr vefur fasteignasala fasteignir.is og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Rétt í þessu gerði ég tilraun til að hefja fasteignaleit á nýju síðunni og rak mig strax á að þar er ekki möguleiki að setja inn bílskúr sem leitarmöguleika. Þar með fór glansinn af nýju síðunni því ekki nenni ég að lesa í gegn um fleiri hundruð eignalýsingar til að finna þessar örfáu sem gætu komið til greina, má ég þá heldur biðja um fasteignaleit mbl.is þó ófullkomin sé.
mbl.is birtir greinilega ekki fréttir um það sem veitir þeim beina samkeppni...
Dýrasta húsið kostar 180 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þessu, það er óþolandi að bílskúr og stæði í bílageymslu séu lögð að jöfnu. Ég hef meira að segja fengið upp eignir með "bílskúrsrétt" þegar ég hef verið að leita að íbúðum með bílskúr!
Gunnar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:08
Ég á 80 fm. einbýlishús með 40 fm. bílskúr og risastórum garði til sölu á Selfossi. Kostar innan við 20 millur. Styttra í hálendið þaðan...
Sigurjón, 2.9.2008 kl. 04:17
Ég er hrædd um að 80 fm. sé ekki nóg fyrir stórhuga Ísdrottningu, annars hefði vel mátt skoða það nánar...
Ísdrottningin, 3.9.2008 kl. 19:44
Tja, reyndar er gott geymslupláss uppi á lofti sem er ekki tekið í fermetrana. En þú ræður auðvitað hvað þú gerir.
Sigurjón, 3.9.2008 kl. 20:29
...já og þar fyrir utan er mjög auðvelt að byggja við húsið inn í garðinn. Hann er nefnilega á við hálfan fótboltavöll.
Sigurjón, 3.9.2008 kl. 20:31
Er húsið þitt á fasteignaskrá?
Þú mátt senda mér uppl. á isdrottningin@hotmail.com ef þú vilt ekki setja það hér inn.
Ísdrottningin, 3.9.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.