3.9.2008 | 20:42
Nagladekk
Það hlýtur að vera spennandi og vonandi ánægjuleg upplifun fyrir menn þarna úti að upplifa snjó í fyrsta skiptið.
Sjálf gæti ég ekki hugsað mér lífið án hans og hlakka til snjókomunnar um leið og ég vonast eftir góðum og miklum snjóavetri.
Tal um snjó nú minnir mig hins vegar á nagladekk og þá sorglegu staðreynd að enn finnast bílar á nagladekkjum í umferðinni í Reykjavík.
Í byrjun júlí, skömmu áður en ég fór í sumarfrí, ók ég sem leið lá um götur borgarinnar þegar ég tók eftir gamalkunnugu hljóði. Ég opnaði gluggann gapandi af undrun og það fór ekkert á milli mála, við hlið mér var bifreið á nagladekkjum!
Þarna var á ferðinni ungur maður klæddur jakkafötum og leit út fyrir að vera á heimleið frá vinnu rétt eins og það væri ekkert eðlilegra en að keyra um á nagladekkjum í júlí. Ég varð svo yfir mig hneyksluð að ég tók niður bílnúmerið: AV-880
Ég gerði að vísu ekkert með það, enda fór ég tveimur dögum síðar í sumarfrí og gleymdi öllu saman þangað til ég las í einhverju blaðanna að lögreglan í Reykjavík hefði tekið einhvern akandi um á nagladekkjunum. Ég sá fyrir mér að jakkafatavinur vor á bláa bílnum hefði fengið digra sekt og áminningu því varla væru fleiri sem ækju um á nagladekkjum yfir hásumarið.
En viti menn, í gær varð ég enn vör við bíl á nagladekkjum hér í Reykjavík.
Ég ætla samt að leyfa mér að vona að eigandi Daihatsubifreiðarinnar YV-223 hafi verið að taka hann í notkun aftur eftir langt hlé og nauðsynlega þurft að koma honum á milli staða frekar en að hann sé svo óforskammaður að hann víli ekki fyrir sér að aka árið um kring á nagladekkjunum.
Snjór í Kenýa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef gert óformlega könnun, tók eftir þessu sama í fyrrasumar og tek eftir því sumarið 2008, daglega, að fólk er að keyra á nöglum. Þetta eru ekki sömu bílarnir NB! Alveg ótrúlegt að ökumenn skuli leyfa sér þetta og láta eins og ekkert sé (ættu að vera með hauspoka af skömm, en vonum samt ekki).
Harpa (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:35
Mig langaði aðeins að skjóta inní, að áhrif salts á eyðingu malbiks er talinn stór þáttur, og nagladekk ein og sér sjá ekki um að spæna þetta upp, þó fólki þyki það mjög rökrétt.
kkv, úlfr.
Samúel Úlfur Þór, 4.9.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.