Gleðileg frétt en...

Já vissulega veitir ekkert af jákvæðum og gleðilegum fréttum á þessum síðustu og verstu tímum en þær missa marks í mínum huga þegar vegið er að íslenskri tungu.

Þó að ensk tunga eigi bara eitt orð, "birth" yfir menn og skepnur þá er ekki svo með okkar ástkæra ylhýra og því má ekki gleyma.  

Einhverjir tuldra nú fyrir munni sér að fólk viti alveg hvað við er átt og að það sé alveg nóg en svo er ekki.
Merking orða skiptir máli, meira að segja mjög miklu máli og að auki er þetta arfleifð okkar sem verið er að fara illa með og gera lítið úr.

Það er engum vafa undirorpið að einungis mannanna börn geta fæðst.

 


mbl.is Gætti nýfæddra kettlinga uns hjálpin barst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ísdrottning !

Leitt að þurfa að andmæla þér, en allt fæðist, notuð eru bara mismunandi orð eftir því hvaða tegund er um að ræða. Hryssur kasta, kindur, kýr o.fl. bera, fuglar verpa ,tófur, tíkur, kettir o.fl. gjóta, og þannig mætti lengi telja. Hvað er það kallað þegar apynjur eignast afkvæmi ? Og að lokum, svona bara til gamans, þá er talað um að hugmyndir fæðist.

Mér bara datt þetta svona í hug,og biðst um leið velvirðingar á innrásinni.

Kv.  Kristján.

kristján (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:51

2 identicon

Ég gleymdi aðalatriðinu auðvitað átti að segja í fréttinni NÝ GOTINNA kettlinga.

Biðst ég velvirðingar á gleymsku minni.

Kv. K.H.

kristján (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Landi

Nokkuð til í þessu hjá þér Ísdrottning..

Landi, 28.10.2008 kl. 18:04

4 identicon

Óþarfa smámunasemi segi ég nú bara...

Illugi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:37

5 identicon

Illugi !

Þetta er ekki óþarfa smámunasemi, því miður eru blaðamenn og alltof margir aðrir sem að ekki geta  talað eða skrifað íslenskt mál án þess að nauðga því herfilega.

Ísdtrottning, endilega haltu áfram að finna að og leiðrétta, ekkii veitir af.

Kv.  K.H.

kristján (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1073

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband