Bara ég

Sælir bloggvinir góðir. Grin

Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir undanfarið, þá hef ég lítið bloggað og einungis þegar villur í fréttum hafa pirrað mig.   Ég les vissulega fréttir á mbl.is reglulega en hef ekki haft mikla löngun til að tjá mig um þær. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður sem hafa misþungt vægi.

Það sem vegur einna þyngst er held ég einkum tvennt, annað er að það er bara svo gaman að vera til að ég nenni ekki að sitja við tölvuna þessa dagana nema stutt og sjaldan.  Tölvan er tímaþjófur þó hún sé oft skemmtilegur tímaþjófur... 

Hitt tengist því að ég hef aldrei skilið af hverju þurfti að einkavæða allt (nema RÚV) og finnst mér sem einkavæðingarmenn hafi verið bitnir af eigin græðgi og hugsjónum sem mér þykir reyndar gott á þá en við hin, sauðsvartur almúginn vorum líka bitin og það að ósekju. 

Kannski að ég fari aðeins nánar í mína skoðun á einkavæðingarmálum, sko: Vissulega trúi ég á ákveðna frjálshyggju og veit út á hvað hagfræði kapítalismans gengur og er þar sammála sumu, þó ekki öllu.  EN ég hef aldrei haft trú á því að það gæti virkað hér á Íslandi (eins og hefur komið á daginn).
Við erum fámenn þjóð og búum á lítilli eyju og því finnst mér það vera hagur okkar Íslendinga að eiga fyrirtæki eins og t.d. Póstinn, Orkuveituna og a.m.k. einn banka sem allt væri þá rekið í nafni ríkisins til að tryggja okkur ákveðið öryggi.  Vissulega á einkavæðing og samkeppni rétt á sér á mörgum sviðum en ekki öllum.   Þetta hefur alltaf verið mín skoðun og hefur ekkert breyst en hins vegar finnst mér sem heimurinn hafi nú fært mér sönnur fyrir því að ég hafi haft á réttu að standa. Ég þurfti bara að yfirvinna einskonar "ég vissi það" tilfinningu áður en mér fannst ég geta farið að tjá mig

Ég hef eins og allir aðrir áhyggjur af því hvað framtíðin ber í skauti sér, ekki síst barnanna okkar. Ég er hrædd um að við endum á að sitja uppi með erlendu skuldir bankanna og finnst ekki nóg áhersla lögð á að spyrja hvað með lög og fjármálaeftirlit þessara landa?  Hvar voru þau og af hverju bera þau enga ábyrgð á óförunum, íslensku fyrirtækin hafa varla stormað inn og stofnað fyrirtæki í óþökk hinna erlendu ríkja.  Lög landanna hafa gert íslenskum bankamönnum kleyft að stofna til þessara skulda og fjármálaeftirlit þeirra brugðist alveg eins og okkar eftirlit svaf á verðinum hér. Þar með hljóta þau að bera einhverja ábyrgð sjálf.

Fyrst ég er byrjuð að tjá mig hér þá held ég aðeins áfram Devil
Ég er ósátt við hve margir af þeim sem bera ábyrgð á því hversu illa fór, sitja enn í sömu valdasætunum og ætla sér að sitja áfram.  Þarna eru menn sem kunna ekki að skammast sín og sitja af því að þeir komast upp með það (eru ekki flokksgæðingar eilífir?)
Í siðmenntuðum heimi segja menn af sér eftir mistök eða skandal, jafnvel þó þeir hafi ekki gert mistökin sjálfir heldur menn á þeirra vegum... en við sitjum uppi með skandaliserana á meðan þeir gera okkur að athlægi um alla veröld.

Púff jæja nóg um það. Smile

Fínt að pústa aðeins og snúa sér svo aftur að því skemmtilega í lífinu, af nógu er að taka Cool
Mér liggur við samviskubiti gagnvart ykkur öllum af því að vera hamingjusöm á þessum síðustu og verstu tímum en það er bara of gaman að vera til, til þess að ég nenni að taka það inn á mig.
Það eina sem gæti bætt tilveruna í mínum augum væri ríkuleg snjókoma Wink

Ég óska ykkur alls hins besta og endilega: Reynið að njóta þess að vera til.

Knús frá Ísdrottningunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Kvitt.

Heimir Tómasson, 8.11.2008 kl. 18:25

2 identicon

Sæl Ísa, Það væri ljótt að segja Ýsa. Svo að ég segi bara hæ Ísdrottning !

Skolli góðar pælingar hjá þér, en hafðu snjóinn fyrir þig, við hin kulsæknu, viljum heldur  hafa sól og hita, sennilega vegna aldurs.

Takk fyrir pistilinn. Kv. K.H. 

Kristjan (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Landi

Mikið er ég sammála þér.

Ég tek einnig heilshugar undir með þér að nú þarf að koma snjór..og mikið af honum.. 

Landi, 9.11.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Kvitt kveðja.....

Ragnar Borgþórs, 10.11.2008 kl. 09:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill, og margt af því sem þú óttast hefur einmitt gerst.  Allir ætla að sitja áfram, allir bera af sér sök og benda á annan.  Og nú er búið að veðsetja börnin okkar fram í tímann, og fólki sem kom öllu í kalda kol ætlar að sitja og gambla með lánin, hversu langt niður komumst við á apastigið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband