12.12.2008 | 23:40
Lífsbjargarhvöt eða bara þjófnaður?
Í dag lenti ég í því að maður kom hlaupandi út úr Bónus og nánast yfir tærnar á mér þar sem ég var að bisa mínum pokum út í bíl.
Hann hljóp hratt og hélt á körfu merktri Bónus, fullri af matvöru. Þar sem ég horfði á eftir manninum er hann hvarf fyrir næsta horn rann upp fyrir mér að hann hefði trúlega hlaupið út með sínar vörur þeim megin sem gengið er inn í verslunina og þá án þess að greiða fyrir.
Strákur sem þarna var hljóp á eftir kauða og eftir svolitla stund kom stráksi aftur með körfuna og velflest matvælin. Maðurinn hafði þá séð sitt óvænna, að hann kæmist ekki undan með allt þýfið með strákinn á hælum sér, greip því eitthvað upp úr körfunni en sleppti körfunni með afgangnum í og hljóp við svo búið út í buskann.
Núna eftir á veltir maður því fyrir sér hvort að þessi maður var bara þessi venjulegi góðkunningi lögreglu að bísa eða hvort hann var kannski örvæntingarfullur svangur fjölskyldumaður sem sá enga aðra leið....
Ekki veit ég en furðuleg uppákoma engu að síður.
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta gerir enginn að gamni sínu. Þekki persónulega einn sem sækir svona í matinn fyrir 4 manna fjölskyldu sína. Og þetta er bara að byrja held ég.
Þór Jóhannesson, 13.12.2008 kl. 00:15
svona er nú ísland í dag - og hefur verið um nokkurt skeið. frænka mín starfar í bónus búð og hefur samskipti við fólk við slíkar aðstæður. þeim fjölgar og fjölgar.
takk fyrir innlitið. kv d
doddý, 14.12.2008 kl. 20:14
Þetta er hræðilegt að heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.