9.4.2009 | 00:45
Breytingar breytinganna vegna
Eins og þið hafið efalaust tekið eftir hef ekki séð neina ástæðu til að þvælast inn á þessa síðu "mína" undanfarið. Þegar ég kom heim úr jólafríi mínu í byrjun þessa árs, var komið þetta frétta-bloggbann á okkur bastarðana og úr því mbl.is gengur svona langt til að vernda sauðsvartan almúgann fyrir orðum mínum og skoðunum tja þá hlýt ég að vera ...... í það minnsta stórhættulegt kvendi.
Það eru því eingöngu þið, bloggvinir mínir góðir sem enn getið lesið orð mín og orðið fyrir þeim mikla skaða sem þau valda. Hugsið ykkur það!
Ég gæti reyndar skilið þetta betur ef ég hefði farið fram með ósvífni og ókurteisi og vegið að mönnum á ómaklegan hátt í skjóli nafnleyndar en málið er að ég hef aldrei skrifað neitt sem ég ekki stend við hvað svo sem hver heitir eða kallast! Á meðan mbl.is hefur nafn mitt og kennitölu og getur sett ofan í við mig (eða lokað á mig) ef þeim þykir svo þurfa, skil ég ekki af hverju ég má ekki blogga við fréttir án þess að við öllum blasi skírnarnafn mitt.
Mér þykja það vera sjálfsögð réttindi að geta aðskilið ákveðna hluta af lífi mínu, til dæmis finnst mér að viðskiptavinum mínum komi mínar pólitísku skoðanir ekkert við. Atvinnuveitendum (hvort sem er núverandi eða öðrum í framtíðinni) kemur hreint ekki við hversu sterkar skoðanir ég hef á reykingum, kynhneigð, trúmálum eða bara hverju sem er og svo framvegis. Ég veit dæmi þess að fólk hafi lent í vandræðum á vinnustað eftir að hafa tjáð sig um ákveðin málefni undir nafni á mbl.is
Öll eigum við mismunandi vini, kunningja og ættingja og það sem að við kynnum að segja frá í einum hópi fólks myndum við alls ekki nefna í hópi annars fólks - Ekki það að það séu endilega leyndarmál til umræðu heldur myndi það einfaldlega ekki vera viðeigandi málefni í næsta hópi. Á mbl.is getur þú ekki einskorðað þig við hópinn sem þú vilt tjá þig við því allir hinir hóparnir "liggja á hleri" svipað og í sveitasímanum áður fyrr, bara af því að þeir þekkja til þín.
Nafnleysið gefur frelsi til að láta uppi óvinsælar skoðanir, skoðanir sem eiga ekki að þurfa að lita allar hliðar þinnar tilveru um aldur og ævi en gera það vegna smæðar okkar.
Nafnleysi er engin afsökun fyrir skítkast og rógburð og ég er sammála því að stemma þarf stigu við slíku en hvað hef ég til saka unnið?
Mér finnst mér vera gróflega mismunað, hver gætir minna mannréttinda að þessu sinni?
Ég lít því sem svo á að mbl.is hafi sagt mér upp og það versta er að ég frétti það ekki beint frá mbl.is heldur heyrði ég það fyrst nefnt í fréttatíma RÚV þar sem ég var stödd utanbæjar, fjarri öllu netsambandi og átti þess aldrei kost að bera hönd fyrir höfuð mér (lesist: skrifa blogg - mér til varnar)
Kært barn hefur mörg nöfn og sjálf geng ég undir nokkrum slíkum; Ég á föðurnafn, ættarnafn, tvö skírnarnöfn, gælunafn, viðurnefni og listamannsnafn svo eitthvað sé upp talið.
Ég veit ekki hvort ég kem til með að skrifa mikið meira hér - útiloka samt ekki neitt því maður á aldrei að segja aldrei...
Takk fyrir mig.
ÍSDROTTNINGIN
ps. Ég hef samt aldrei dregið dul á það hver ég er og þeir sem hafa haft samband við mig gegnum tölvupóstfangið mitt hafa fengið upplýsingar um mig hafi þeir óskað eftir því.
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ og velkomin aftur
ég held ég taki bara undir þessa færslu. í fyrravor skrifaði ég færslu sem var lesin af einum yfirmanni (yfirmenn hafa ekkert að gera en skoða síður) færslan var auðvitað um xxxxxxxskap og xxxxxxxxgang stjórnenda. en ég gat fjarlægt færsluna áður en fólk vissi hver ég væri því mér var sagt frá því að menn vildu vita hver ætti færsluna.... og ég stikkfrí. kv d
doddý, 10.4.2009 kl. 10:40
Gott að heyra aftur frá þér Ísdrottning góð. Já þetta er furðuleg ráðstöfun og sérkennileg. Málið er að mér sýnist skítkast og allskonar subbuskapur vera hér þó fólk skrifi undir nafni. Það er nefnilega rétt sem þú segir nafnleysi segir ekkert um viðkomandi manneskju. Knús á þíg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:24
Já uss, maður er stórskemmdur, ef ekki ónýtur eftir þessar færslur þínar...og ekki bara þær á mbl...
Kveðja frá Sívætlu
Heimir Tómasson, 20.4.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.