Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2007 | 18:11
18 mánuðir og 800 þúsund krónur.
Mér finnst þetta nú engin ósköp en ég hef ekki fylgst það vel með að ég átti mig á því hvort að þetta er þungur dómur fyrir slíkt óhæfuverk. Hvað skyldi maðurinn þurfa að sitja lengi inni af þessum 18 mánuðum. 800 þúsund eru nú engin ósköp að fá þótt það geti verið mikið að missa.
Ég er að reyna að átta mig á hvað mér finnst um hugsanlega nafngreiningu á manni sem þessum.... Held helst að ég myndi krefjast nafnbirtingar ef hann væri kominn með tvo dóma fyrir svipuð brot en varla við þann fyrsta. Verður maður ekki að taka til greina að mistök geta átt sér stað og allt það og gefa mönnum eitt tækifæri. (Ekki það að ég haldi að slíkt hafi átt sér stað hér, alls ekki). Já ég held það barasta en barnaníðingar eiga ekki að fá að njóta vafans, nei aldrei!
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 16:48
Saurugur hugsunarháttur.
Ég verð bara að játa það að ég er alveg bit.
Ég rakst á þessa grein: http://kolbeins.blog.is/blog/kolbeins/?nc=#entry-140073 sem sló mig alveg út af laginu.
Er ekki í lagi með fólk, hverskonar hugsunarháttur er þetta?
Ég skoðaði Fermingarblað Smáralindar fyrr í dag og klám var ekki eitt af því sem kom upp í huga mér. En hins vegar eftir að hafa velt þessu fyrir mér núna get ég séð að einhverjir gætu séð eitthvað klámfengið við sumar myndirnar. Slíkt gerir þær þó ekki að klámi í mínum huga heldur vitnar einungis um hugsunarhátt og saurugt ímyndunarafl þeirra sem um ræðir.
Ég hélt að það væru einungis barnaníðingar sem sæju svo skelfilega hluti út úr myndum af börnum eins og þessi stúlka/kona sem skrifar greinina virðist gera.
Ef þetta væri ekki svona sorglegt þá myndi þetta einna helst minna á söguna um manninn sem fór til geðlæknis. Geðlæknirinn sýndi honum blekblett á blaði og spurði manninn hvað þetta væri ,,nakin kona" sagði maðurinn. Geðlæknirinn sýndi honum annað blað og spurði hvað þetta væri. Maðurinn svaraði að bragði ,,kynfæri" Svona gekk þetta um stund uns geðlæknirinn sagði við manninn ,, Klám virðist vera þér mjög hugleikið" Maðurinn svaraði að bragði ,,Hvernig má annað vera þegar þú sýnir manni allar þessar klámmyndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2007 | 15:23
Samskonar hlutur.
Það hlýtur að vera hægt að orða þetta öðruvísi.
Til dæmis:
Tölvuskjá var stolið úr húsi í Hafnarfirði og annar slíkur hvarf svo úr grunnskóla þar í bæ....
Þjófar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 15:15
Fæðisgjald
En fæðisgjald í grunnskólum borgarinnar?
Það hækkaði ,,bara" tvisvar á síðastliðnu ári í hverfisskólanum okkar. Fyrst hækkaði mánaðargreiðslan um 1000 krónur per barn og svo um 500 krónur. Hvenær kemur lækkun virðisaukaskatts á matvælum fram þar?
Fæðisgjald í leikskólum Reykjavíkur lækkað um 5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 13:56
Kynferðisbrot gegn barnabarni!
Ég finn til með allri fjölskyldunni (þó ekki hinum dæmda). Það tekur langan tíma að vinna úr svona málum og er allt annað en auðvelt.
Þetta er skelfileg tilhugsun og er sorglegra en svo að tárum taki en maður spyr sig; Hver veit hversu mörg fórnarlömb eiga um sárt að binda eftir þennan mann? Eftir að hafa kynnt mér svipuð mál tel ég afar ólíklegt að sonardóttir mannsins hafi verið eina fórnarlambið á langri ævi mannsins, að ég tali nú ekki um þegar vitað er að maðurinn sér/sá ekkert athugavert við framkomu sína.
Smá pæling: Af hverju er tekið tillit til aldurs ellilífeyrisþega til refsilækkunar í dómi þegar ekki er tekið tillit til ungs aldurs fórnarlamba til refsihækkunar, samanber aðra dóma?
Eiga þá öryrkjar að fá vægari dóma en aðrir... eða hvað, hvar á að draga mörkin?
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 21:17
Hrynjandinnar
Ætli þetta sé hin rétta notkun á orðinu hrynjandi?
Þá hefur máltilfinningu minni farið aftur því ég hélt að það væri talað um hrynjandann sem beygðist þá: hér er hrynjandinn um hrynjandann frá hrynjandanum til hrynjandans.
Og þá myndi maður tala um hrynjanda tónlistarinnar en ekki ,,hrynjandi tónlistarinnar" Ennfremur: Niðurstaðan sé einfaldur hrynjandi en ekki ,, Niðurstaðan sé einföld hrynjandi á borð við rave- og trance"
Hvað segið þið hin?
Björk saknaði hrynjandinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.3.2007 | 17:28
Þjófnaður barna.
Hversu mikla athygli ætli þessi blessuð börn hafi fengið frá foreldrum sínum svona dags daglega?
Það er af sem áður var að börn gætu leitað ásjár ömmu og afa þegar athygli foreldranna þraut einhverra hluta vegna. Og ekki aðstoðar samfélagið en er fljótt til að dæma og hugsa það versta...
Ekki vildi ég vera barn í dag.
9 ára stúlkur staðnar að búðarhnupli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 14:01
Nú munaði litlu.
Ég sem ætlaði einmitt að kaupa Beta-Karótín í síðustu viku af því að:
,,Beta-Karótín hefur nærandi áhrif á húðina og á þátt í að vernda hana fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar"
ennfremur ,,Andoxunarvirkni Beta-Karótíns dregur úr skaðlegri virkni sindurefna"
og ,,Líkaminn breytir Beta-Karótíni í A-vítamín en bæði þessi næringarefni gegna mikilvægu hlutverki við að halda húðinni heilbrigðri og hafa reynst áhrifarík í meðferð við slæmri húð."
en ég bara gleymdi því óvart.
Eftir þessa frétt er spurningin, ætti ég að vera ánægð með að hafa gleymt því?
Fjörefnin banvæn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 22:22
Alexandra gengin út
er fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag. Í greininni segir: ,,Alexandra Christina Manley, fyrrverandi prinsessa í Danmörku, gekk að eiga ljósmyndarann Martin Jörgensen við hátíðlega athöfn í Öster Egede-kirkjunni að viðstöddum nánum vinum og ættingjum."
Ég spyr, er þetta viðeigandi fyrirsögn um konu sem gengur upp að altarinu í annað sinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 19:20
Já en hvar?
Ísafjarðardjúp er ögn stærra en svo að mér finnist þessi frétt í lagi. Hvar er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í djúpinu?
Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar