Færsluflokkur: Bloggar
1.4.2007 | 18:51
Fréttamannaflýtisfingrafimi?
Full margar fljótfærnisvillur í ekki lengri texta...
Björg, ekki Bjög.
Til Ólafsvíkur, ekki Ólafsvík.
Aðalvél, ekki aðalvel.
Dreginn til hafnar í Ólafsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2007 | 17:56
Loksins.
Nú get ég hætt að velta vöngum yfir því hvort að það sé réttlætanlegt að vera áskrifandi að Stöð tvö. Það hefur verið erfiðara og erfiðara að réttlæta það fyrir sjálfum sér að halda áfram áskrift þegar áhuginn á dagskrárliðunum verður æ minni. Kannski er þetta bara þroskamerki en ég nenni ekki lengur að hanga yfir engu.
Þá er spurning hvort lestur bóka dugi til eða hvort annarskonar áskrift sé til þess fallin að taka við af Stöð 2. Fjölvarp þykir mér áhugaverður kostur enda fjölbreytt úrval í boði s.s. National Geographic, Discovery, BBC, og norrænu sjónvarpsstöðvarnar svo eitthvað sé upptalið.
Ef það verður ofaná þá eru tveir kostir í stöðunni, fjölvarp hjá Stöð 2 þar sem stærsti pakkinn kostar 4220 kr. (s.k.v. eina sýnilega verðlistanum á síðunni þeirra en verðskrár þeirra ku vera ,,í vinnslu") en stærsti pakki Skjásins kostar 4125 kr. Miðað við upptalningu á vefsíðunum þeirra þá er fjölvarp Stöðvar 2 með 32 stöðvar (mér sýnist vanta inn í það Evrópustöðvarnar, frönsku, ítölsku, pólsku og þýsku... sem mér þykja hvort eð er ekki það áhugaverðar) en fjölvarp Skjásins er með 70 stöðvar (að vísu eru a.m.k. sjö af þeim, plús-stöðvar, þ.e. viðbótarstöðvar við þær sem fyrir eru).
Þannig að næsta skref er þá að ákveða hvor er betri, brúnn eða rauður... Og skella sér svo á þann pakka sem áhugaverðari reynist.
Takk Stöð 2 fyrir að gera ákvörðunina svo auðvelda sem raun ber vitni og takk fyrir samfylgdina fram að þessu.
Áskrift að Stöð 2 hækkar um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 00:36
Þýðingin eða málfarið?
,,Það voru engar aðrar en bardaga skjaldbökurnar sem fóru á toppinn hvað varðar aðsókn að kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina."
Ekki veit ég hvort er en þessi setning er einfaldlega algjört klúður.
Hvað Turtles varðar þá held ég að margir nagi sig í handarbökin í dag eftir að hafa hent Turtles-dótinu sínu (eða barnanna sinna) eftir að síðasta Turtles-æði gekk yfir...
Skjaldbökurnar mættar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2007 | 17:58
Til hamingju Ísland með þetta frábæra íþróttafólk.
Og hjartanlega til hamingju:
- Pálmi með fjögur Íslandsmet
- Hrafnkell með tvö Íslandsmet
- Sonja með tvö Íslandsmet
- Embla, Björn Daníel, Bjarni, Vignir Gunnar, Guðmundur og Anna K. með eitt Íslandsmet hvert.
14 Íslandsmet sett í sundi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2007 | 01:02
Vinningsvon?
Kannski maður kaupi þá eins og einn Lottóseðil fyrir næsta laugardag, það hlýtur að vera komið að mér að vinna núna
Það er að minnsta kosti eina vonin um bílskúrskaup í dag (Mig langar í stÓran bílskúr, helst með þokkalegu íbúðarhúsi).
Fyrsti vinningur gekk ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2007 | 00:53
Óþjált.
Heldur þykir mér Ástu-Sólliljugata óþjált götuheiti, rétt eins og ,,17. júní torg" en þar ku fást íbúðir fyrir aldraða ef marka má auglýsingar.
Ég gæti ekki hugsað mér að búa við götu með svo óþjálu nafni og trúi ekki að ég sé ein um það. Er ekkert hugsað út í slíkt hjá bæjaryfirvöldum?
Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 16:59
Smjörlíkisauglýsing.
Á öllu má nú eiga von en heldur þykir mér það klént þegar fyrirtæki skella inn heilsíðuauglýsingu í dagblað (í þessu tilfelli Fréttablaðið) og skrifa þar stórum stöfum um miðbik blaðsíðunnar:
,, Láttu hjartað ráða næst þegar þér langar í bakkelsi..."
En kannski er ég bara að misskilja eitthvað, kannski er það einfaldlega svo að auglýsingunni sé sérstaklega beint að fólki með þágufallssýki..... Að því sé ætlað að vera of heimskt til að skilja annað en þágufallssýkina og þar með komist auglýsingin frekar til skila til þeirra sem líklegastir séu til að kaupa eitthvað tengt smjörlíki.
Ég vil taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að orð mín hér að ofan eru kaldhæðni, ádeila á mjög áberandi villu í fjölmiðli og alveg sérstaklega skammarlega þar sem auglýsing sem þessi hefur væntanlega farið í gegn um undirbúnings og/eða samþykkingarferli hjá starfsfólki ÍsAm, starfsfólki auglýsingastofunnar og starfsfólki Fréttablaðsins.
Þar fyrir utan hef ég enga trú á hollustu smjörlíkis sem er ekki náttúruleg afurð heldur mannanna tilbúningur, sem sagt unnin matvara og þar með eitt af því sem ber að varast þegar hugað er að heilsu og hollustu. Það er hins vegar skiljanlegt að fyrirtæki reyni að auka markaðshlutdeild með flestum tiltækum ráðum og þeir sem ekki vilja vita betur geta kokgleypt við auglýsingaskrumi og zero hollustu fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 00:06
Nei, bíðum nú við!
,,Samið var um það í allsherjarnefnd þingsins í dag að fyrningarfrestur á alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum verði afnuminn"
Já, til hamingju Íslendingar og þó fyrr hefði verið.
En bíðum nú við, ,,fyrningarfrestur á alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum" Orðalagið gefur til kynna að til séu kynferðisbrot gegn börnum sem ekki eru alvarleg! Hver skyldu þau nú vera? Ég leyfi mér að endurtaka: ,,kynferðisbrot gegn börnum,"
Allt sem heitir kynferðislegt sem beinist að börnum er alvarlegt brot og öll tilvísun í annað, sérstaklega í véfengjanlegu lagaumhverfi tel ég vera alvarlegt brot á réttindum barna. Ef þörf er á að flokka alvarleika brotanna er kannski hægt að gera það í refsirammanum sjálfum en það verður að vera 100% öruggt að kynferðisbrot gegn börnum séu sjálfkrafa viðurkennd sem alvarleg brot.
Takk fyrir mig.
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2007 | 01:00
Hugleiðing um mál Arons.
Er Aron á leið til Íslands?
Mikið hefur verið talað um að Aron ætli að flytja til Íslands að lokinni afplánun. Ef að satt er, er það tryggt að hann fái hér þá sálfræðiaðstoð sem á þarf að halda?
Bæði er það atburðurinn sem hann er dæmdur fyrir, hin langa frelsissvipting og svo ekki síst það kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir á þessum tíma og hefur örugglega sett mark sitt á óharðnaða barnssál.
Yrði það ríkið sem skaffaði slíka aðstoð og hefði eftirlit með því eða yrði hann alfarið á eigin vegum? Varla verður hann sjálfur til stórræðanna þegar að frelsi hans kemur....
Ég vil taka það fram að ég meina þetta á saklausasta máta og hef ekkert illt í huga, er einungis að hugsa hér upphátt.
Aron Pálmi vitnar um kynferðislegt ofbeldi í fangelsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2007 | 18:41
Of mikið gert úr málinu!
Hversu miklum tekjum ætli þeir yrðu af annars...
Ástrali dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í Goa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar