Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2008 | 11:25
61 árs gamall í geimferð?
Á mbl.is segir svo: "Bjarni sem er 62 ára, fór í geimferð árið 2007 með geimferjunni Discovery....."
Þá ætti hann að hafa verið 61 árs í umræddri geimferð (fer samt eftir afmælismánuði hvort það næði ári eður ei).
Eða fór hann kannski tvisvar, árin 1997 og 2007?
Ó nei, hann fór aðeins í eina ferð árið 1997, mistökin eru blaðamanns.
Bjarni sest í helgan stein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2008 | 19:44
Nítíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 19:56
Ég fagna því
Já, ég fagna því að haldinn verði fundur í allsherjarnefnd. Bæði er kominn tími til að þingmenn setjist niður með forystumönnum atvinnubílstjóra í rólegheitum og reifi sín mál en eins er brýnt að atburðir dagsins verði skoðaðir og það frá öllum sjónarhornum.
Grjótkast er að mínu mati ekki ásættanlegt og óþarfi að kenna bílstjórum um það óhæfuverk.
Aðgerðir lögreglu í dag tel ég hafa verið óþarflega harkalegar og ekki nógu vel ígrundaðar. Ég tel að þegar skapast jafn eldfimt ástand og þarna gerðist, þurfi að miða aðgerðir við hófsemisregluna og stuðla að því að leysa upp mannsöfnuðinn í góðu en ekki að byggja upp samkennd múgsins gegn valdboðinu í óumflýjanlegu ofbeldi.
En að sjálfsögðu eru þetta bara mínar skoðanir svo langt sem það nær...
(og þar eð ég skrifa ekki undir skírnarnafni mínu þá eru þær reyndar ekki metnar mikils að mér skilst en það er önnur saga)
Vilja fund í þingnefnd vegna lögregluaðgerðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2008 | 17:02
Það á ekki!
Myrti stúlkuna fyrir tilviljun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2008 | 13:45
Sammála öllu nema...
Þessu með kakósúpuna. Kakósúpa er ekki matur í mínum augum og flokkast seint undir þá hollustu sem talað er um að eigi að einkenna mat skólabarna.
Ég get ekki séð neina hollustu í að sjóða saman mjólk, sykur og kakó og sáldra svo tvíbökum yfir.
Unnin mjólk!, einföld kolvetni! og þarmakítti!
Ef fólk á annað borð vill gefa börnunum sínum slíkan mat ætti það að gerast inni á heimilunum í friðhelgi einkalífsins.
Börn sem hafa fengið staðgóðan hollan morgunmat standa betur að vígi en samt má reikna með að börnin öll hafi gífurlega orku fyrsta hálftímann eftir kakósúpuna en lendi svo fljótlega í svokölluðu sykurfalli og hvað haldið þið að verði um einbeitingu barnanna á því stigi málsins? Þau eru ekki námshæf á meðan á sykur"rush-inu" (ærslafull og óróleg) og heldur ekki eftir sykurfallið (róleg jú en ekki með eftirtekt í lagi, sum hver jafnvel sofandi) og svo koma þau banhungruð heim eftir skóla og borða yfir sig af því að þau voru orðin of svöng.
Nei má ég þá heldur biðja um kjöt eða fisk og grænmeti með, helst alla daga!
Ég er ósátt við það að mega ekki taka dóttur mína heim í hádeginu og gefa henni að borða þegar ruslfæði á við kakósúpu og mikið unninn mat er á borðum í skólanum. Mér er uppálagt að senda hana með tvöfalt nesti þegar svo er en það kemur aldrei í staðinn fyrir heitan mat í hádeginu fyrir utan hvað nestisbörnin verða fyrir miklu aðkasti frá hinum börnunum sem ekki hafa skilning á óþoli og ofnæmi.
Já ég er víst svolítil "tuðlín" í dag... (nýyrði yfir kvenkyns tuðanda)
En það er gaman að sjá þegar börn láta sig málin varða og víst hafa foreldrar og kennarar ástæðu til að vera stoltir af þessum börnum.
Minni sóðaskap, veggjakrot og stríðni - meira af kakósúpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2008 | 17:52
Kysst á Spáni
Ég var einmitt kysst á Spáni í fyrra...
En það var reyndar af trúð á Römblunni í Barcelona. Ég var svo upptekin af öllu sem fyrir mig bar að ég tók ekki eftir því að þessi sniðugi götulistamaður í gervi trúðs elti mig í smá stund og snerist í kringum mig. Það var svo ekki fyrr en ég sneri mér við að hann var allt í einu alveg ofaní mér og smellti á mig kossi og kom mér alveg í opna skjöldu. Mér brá og fór að skellihlæja og uppgötvaði þá að það voru allir í kring um okkur búnir að vera að fylgjast með.
Ég hélt að ég myndi ekki ná mér, hann kom mér svo á óvart en ég gat nú sem betur fer hlegið bæði dátt og lengi. Gaman að því.
Kossaflens í Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2008 | 10:15
Stolt af ykkur strákar!
Hittum þá heima fyrir, þetta líst mér á.
Ég er stolt af ykkur strákar og hefði jafnvel mætt sjálf hefði ég vitað af ykkur.
Jeppamenn fara hvergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 09:58
Fátt sem jafnast á við að fara á fjöll.
Það er fátt sem jafnast á við það að fara á fjöll og í góðu veðri, á jökli kemst maður ekki nær Guði sínum en einmitt þar og þá.
Þetta er alveg himnesk tilfinning sem smitar út frá sér og mann langar aftur og aftur; Að reyna á færni sína við akstur í snjó, að finna hið hárfína samband milli bíls og bílstjóra í baráttunni við mismunandi snjóalög, (svo er alltaf örlítill metingur milli bíleigenda en minn er bestur :D ) og að finna til smæðar sinnar í stórbrotinni náttúru eða að standa á ísbreiðunni á einum af tröllauknum jöklum landsins. Orð geta ekki lýst þessari reynslu nógsamlega.
Norðmenn held ég hafi skilning á þessu enda sýndu þeir mínum jeppa til dæmis miklu meiri áhuga heldur en svíar, danir og færeyingar þegar ég fór í norðurlandareisuna mína. Norsararnir kíktu þó undir bílinn, skoðuðu dekkin og spurðu um verð á þeim.
Það var líka mjög gaman að heilsa uppá íslensku fyrirtækin í Noregi en bæði Fjallasport og Arctic Trucks eru með útibú í Drammen í Noregi þar sem þeir sjá um ýmisskonar breytingar á bílum (meðal annars fyrir norska herinn) en Drammen er einskonar bílainnflutningsmiðstöð Noregs.
Ég er bara forfallin jeppakelling og hef held ég alltaf verið.
Áfjáðir í íslenska jeppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 17:16
Milli farþega í framsæti?
Var farþegi að slást við sjálfan sig, í þessu tilviki konan þá eða var konan að slást við farþega sem einnig sat í framsæti? Og kannski þess vegna ekki með bílbelti?
Það eru fæstar bifreiðar í dag með sæti fyrir fleiri en einn farþega frammí svo þetta vekur upp ýmsar spurningar...
Féll úr bíl eftir handalögmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 11:24
Stór bíll.
Aðgengi takmarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar