Færsluflokkur: Bloggar

Bæturnar kannski...

Ég myndi halda að það hefði eitthvað með bótagreiðslur að gera.  Þessi mánaðarmót fær fólk útgreiddar vaxtabætur, barnabætur, endurgreiðslu frá skattinum eigi það inneign o.s.fr.   


mbl.is Velta í dagvöruverslun jókst um 9,6% í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dáið barn eða?

Stelpurnar er eins og flestir vita skemmtiþáttur byggður upp á fyndnum atriðum og er í endursýningu á Stöð 2 í þessum skrifuðum orðum.  

Eitt af atriðunum í þættinum fannst mér afar óviðkunnanlegt fyrir það að ein lítil villa eyðilagði "sketchið" sem að öðru leyti hefði verið afar fyndið.

Prestur stendur reiðubúinn til skírnarathafnar og að honum ganga hjón með stúlkubarn, þau eru óviss um nafn á barnið, þrátta lítillega og spyrja prestinn svo ,, hvað hét síðasta barn sem þú skírðir?"  

Þar með er gefið til kynna að barn það er síðast var skírt sé látið.  Þegar prestur svarar svo ,,Hannes" í stað þess að leiðrétta þau með því að taka fram að  barnið heitir Hannes þá er það samkvæmt íslenskri tungu staðfesting á því að barnið sé látið. 

Ég veit að nú finnst einhverjum ég smásálarleg af því ,,flestir skilja jú hvað átt var við" en ég get ekki að því gert, ég er sorgmædd.  Ég er sorgmædd því ég hefði hlegið að umræddu atriði ef ég hefði ekki farið að hugsa um dáin ungabörn en ég er líka sorgmædd vegna þess að mér finnst illa að tungu okkar vegið þegar horft er framhjá jafn meinlegri villu sem þessari án þess að við stöndum upp og mótmælum.

Ég vona að málfarsleti íslensku þjóðarinnar fari að linna áður en við hættum að skilja hvert annað.

 


Hérlensk fyrirsögn!

Betra hefði verið að skrifa t.d... 

Mjólk orðin ódýrari hér en í Bretlandi.

Mjólk á Íslandi ódýrari en í Bretlandi.

Íslensk mjólk ódýrari en bresk. 

 

Hvað varð annars af orðalaginu hér á landi

 

 


mbl.is Mjólk ódýrari hérlendis en í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæstir þekkja kappann

í sjón svo það er ekkert skrýtið.

Ég varð bara að fá að læða því hérna inn fyrst ég kom auga á þessa frétt einmitt þegar ég ætlaði að slökkva á tölvunni, að ég er mikill aðdáandi bóka Stephen Kings og er einmitt að yfirgefa tölvuna til að klára bókina Örvænting eða Desperation eins og hún heitir á frummálinu.

Maður sem getur látið lesandann engjast sundur og saman af spennu yfir örlögum konu sem liggur handjárnuð í rúmi eftir að elskhuginn deyr, er snillingur.  Að það skuli vera hægt að fylla hverja blaðsíðuna á fætur annarri af orðum sem lýsa atburðarrás sem er jafn hæg og lítil og raun ber vitni og takast að gera það svo mikilúðlegt, svo spennandi að það er ekki hægt að slíta sig frá bókinni af því manni finnst að maður gæti misst af einhverju.   Snilld... hrein snilld.

Jafnvel þó honum takist misvel upp í bókum sínum þá er maðurinn snillingur í mínum augum.

Takk fyrir mig. 


mbl.is Stephen King álitinn vera skemmdarvargur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það búið.

Sumarfríið alltsvo.

Nú er ég búin að þeytast um landið þvert og endilangt, allt eftir skapi,veðri og vindum undanfarinn mánuð.   

Það er eiginlega svolítið fyndið (finnst mér) að ég er of endurnærð til að nenna að hanga yfir sjónvarpi og tölvu eins og er.... svo þið fáið bara að heyra meira þegar ég nenni að henda myndunum inn á tölvuna.   

Eftir 30 nætur samfleytt í útilegu er ég enn í stuði og langar bara í meiri útilegu.  Föstudagur á morgun svo ég get brunað úr bænum.  Heyrumst aftur eftir heila helgi með náttúru, kakó og Stroh.

Sæl á meðan, alsæl vona ég *glottir*  


Aðeins

,,Nýleg rannsókn heilbrigðisráðuneytis Egyptalands sýndi að aðeins um helmingur stúlkna á aldrinum 11-18 ára höfðu sætt slíkum misþyrmingum"

AÐEINS HELMINGUR! 

 


mbl.is Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallin

Já ég er fallin á tíma, í stað þess að gefa mér tíma til að blogga um helgarferðina í Þakgil þá hendi ég hér inn nokkrum orðum til að tilkynna brotthvarf mitt héðan.

En það er nú samt ekki svo gott að þið séuð hér með laus við mig, aldeilis ekki!   Nei ég er að fara í sumarfrí og á ekki von á að koma nálægt tölvu næsta mánuðinn.

Í stað þess að vera úti að njóta góða veðursins er ég hér inni að pakka niður og undirbúa mánaðar útilegu.  Ég er að velta fyrir mér hvort ég á að taka meira af fötum með í ár í stað þess að taka frumstæðu þvottavélina mína með.  ,,þvottavélin" mín samanstendur af fötu sem lokast þétt og Enjo þvottaboltum sem settir eru í fötuna ásamt fötunum með volgu vatni og örlitlu umhverfisvænu þvottaefni.  Fötunni er síðan skellt í jeppann og ekið á fjöll, hristingurinn og boltarnir sjá um þvottinn og svo er bara að skola og hengja upp.

Já það er ýmislegt hægt að gera til að bjarga sér ef fólk hefur hyggjuvitið með í för.

En í fyrramálið skal lagt upp og stefnan tekin beint inn á hálendið þar sem ég og mitt föruneyti mun dvelja bróðurpart sumars en svo þegar vistir þverra verður brunað til byggða og einhver Bónusgrísinn heimsóttur enda fín birgðastöð fyrir svanga ferðalanga.   

Til Reykjavíkur fer ég hins vegar ekki nema tilneydd og helst ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi, í fyrsta lagi.  Því ríður á að hafa skipulag og pakkningu í lagi og ætla ég nú að snúa mér að því svo allt megi verða tilbúið sem fyrst því mér hefur verið boðið á tónleika í kvöld InLoveCool 

Ég hef ekki farið á tónleika síðan blúsdívurnar Deitre Farr, Zora Young og Grana' Louise voru að syngja með vinum Dóra í fyrra.  Þær voru geggjaðar og mig dreymir um að eignast eitthvað af tónlist þeirra en hef hvergi séð diskana þeirra til sölu hér Frown
Ég vona að það verði gaman á Toto tónleikunum í kvöld.

Jæja elskurnar mínar gerið það sem ykkur er tamt en gerið ekkert sem ég myndi ekki gera *he he* 
Passið ykkur á; strákunum/ stelpunum/ bílunum/ flugvélunum/ randaflugunum/ sólstingnum {vinsamlegast veljið það sem við á!....Wink

Og munið að kvitta hjá mér ef þið saknið mín í fríinu....

Ísdrottningin yfir og út. 


Af myndinni

að ráða myndi ég halda að staðsetningin sé Ísafjarðardjúp, úti fyrir Skutulsfirði.

mbl.is Togari með net í skrúfunni í mynni Skutulsfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin sumarhelgi enn á ný.

Jæja þá er komið að enn einni ljúfri útilegunni í íslenskri sumarnótt á fjöllum. 
Slíkar nætur eru óviðjafnanlegar í mínum huga.

Ég ætla að skilja hér eftir áhyggjur mínar......... af því að ég get það.....

  • Ég hef áhyggjur af nýföllnum sýknudómi yfir nauðgara og hvert umræðan um dóminn stefnir.
  • Ég hef áhyggjur af því að enn er verið að burðast með ónothæft kvótakerfi svo hægt sé að fara enn verr með okkar náttúrulegu fiskistofna, brottkast er afleiðing - ekki orsök.
  • Ég hef áhyggjur af slæmri umgengni mannkyns við náttúruna og að afleiðingarnar bitni á afkomendum okkar, nokkrum kynslóðum fyrr en talið var.
  • Ég hef áhyggjur af barnsránum, barnamisnotkun og þeirri mannvonsku sem þar býr að baki.


En ég er þakklát fyrir að geta treyst ykkur fyrir áhyggjum mínum og skellt mér áhyggjulítið í útilegu.  

Hvert skal haldið er óákveðið og fer eftir því hvert vindar blása þegar lagt hefur verið af stað, ef þið hafið áhuga er aldrei að vita nema ég gefi ykkur ferðasögu og myndir eftir helgi.

Góða helgi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband