Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2007 | 14:31
Hollt og gott
Já harðfiskur er ekki aðeins góður, hann er líka hollur.
Smjörklípa með eykur ánægjuna enn frekar en það þarf þá að vera ekta smjör og ekki of mikið af því til að tapa ekki hollustunni um of.
Harðfiskur er enn heilsusamlegri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 02:09
Þá veit ég hvar ég vil ekki vera.
Ég var í sumarbústað í Húsafelli þegar unglingar lögðu staðinn undir sig fyrstu helgina í júní hér um árið.
Það var ekki ánægjuleg lífsreynsla á nokkurn hátt, ofurölvi unglingar ýmist rorrandi um svæðið eða víndauðir í næsta runna. Rusl allstaðar, hvert sem litið var, ónýtur viðlegubúnaður á víð og dreif, flöskur, sælgætis og matarumbúðir eins og hráviði út um allt og traktorinn í hyl í ánni.
Umgengni lýsir innri manni og það var greinilega ekki vandað fólk á ferð í það skiptið, þau gleymdu bara að taka mömmu og pabba með til að taka til eftir sig eins og venjulega!
Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 18:08
Leiðbeiningar
Er ekki kominn tími til að dómarar setjist niður og semji leiðbeiningar fyrir karlmenn sem vilja nauðga konum án þess að vera refsað fyrir?
Er ekki skárra að koma hreint fram í og gefa strax skít í börn og konur sem réttindalausar mannverur gagnvart rotnum karlmönnum sem hugsa með tittlingnum og virðast mega allt í þessu frábæra þjóðfélagi okkar? Nei, fyrirgefið. Þjóðfélagi þeirra, karlanna!
En hvað með þá karla sem er annt um okkur konurnar og ekki vilja nauðga og meiða, eru þeir einhvers virði í þessu þjóðfélagi eða teljast þeir með okkur, þessum óæðri þjóðfélagsþegnum?
Ég er reið, mér er misboðið. Mér er misboðið sem konu, sem manneskju, sem hluti af íslensku samfélagi, sem þjóðfélagsþegn, mér er misboðið á hvern þann hátt sem hægt er að misbjóða manneskju.
Svei attan.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2007 | 17:40
Vangaveltur
Ég var að hugsa um Reykjavík og hvernig ég upplifi höfuðborgina, í framhaldi af því langar mig að spyrja:
Ef þú yrðir að nefna einn uppáhaldsstað í Reykjavík, hvern myndir þú nefna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2007 | 16:32
Heill eða hálfur?
Maður, sem kallar sig heilan stríðsmanninn James Bond, var dæmdur í 10 ára fangelsi í dag fyrir að reka fjölda öfgafullra heimasíða og dreifa myndskeiðum sem sýndu morðin á Bandaríkjamönnunum Nick Berg og Daniel Pearl.
Ekki hefur hann viljað kalla sig hálfan stríðsmann vænti ég...
- En getur ekki verið að hann kalli sig heilagan stríðsmann?
- Á ekki að standa öfgafullra heimasíðna?
Eða hvað?
Dæmdur fyrir öfgafullan boðskap á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 16:17
Þegar svona fréttir
dynja á manni langar mann til að geta gripið til einhverra ráða. Látið til sín taka á einhvern hátt.
Sýna Nígeríubúum að hingað og ekki lengra. Þið megið láta rigna yfir okkur betli, svindl og svikabréfum en ef þið snertið börnin okkar þá munu himnarnir hrynja yfir ykkur.
En hvað getum við gert í málinu hér á Íslandi, langt frá öllu og öllum... Uppástungur, einhver?
Mig langar til að löðrunga heiminn til vakningar um að það þarf að vernda börnin okkar, hvert og eitt þeirra, þau eru framtíðin.
Það þarf þyngri dóma yfir barnaræningjum og barnaníðingum, betur má ef duga skal því við eigum langt í land ennþá.
Mannræningjarnir segja Hill heila á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 11:29
Allt góðar ástæður
til að efla kynfræðslu unglinganna okkar.
Mér finnst full ástæða til að leggja sérstaka áherslu á það við unglingsstúlkur að stundi þær óvarið kynlíf megi þær eiga von á kynsjúkdómum og/eða ófrjósemi.
1729 klamydíutilfelli á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2007 | 11:22
Hvers lenskir?
Keyrði út í Ljótapoll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2007 | 11:03
Við vitum ekki
hvað við höfum það gott hér á Íslandi. Enginn vatnsskortur eða vatnsskömmtun í gangi þótt hlýtt sé í ári. Langar og tíðar sturtur eða böð og nóg drykkjarvatn er lúxus þó svo að við hér heima þekkjum ekki annað.
Ég er þakklát fyrir að vera Íslendingur, farin í sund....
Höfuðborgarbúar duglegir að vökva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 23:06
Opið eða opnað?
Þessar tvær setningar finnst mér stangast á:
Var hún opnuð í áföngum í dag og stendur nú alveg opin
Því mun lónið ekki hækka næstu fjóra dagana á meðan opnað verður fyrir botnrásina.
Þýðir þetta að það að opna botnrásina sé svo langt ferli að það taki fjóra daga eða er botnrásin opin og seinni málsgreinin rangt orðuð?
Svo kemur þessi furðulega setning:
Síðan verður botnrásin nánast aldrei notuð en yfirfallið notað.
Hvað er hægt að segja um svona lagað?
Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar