Færsluflokkur: Bloggar

Flottur á því.

Skúli Spyrna alltaf flottur á því.

Það er langt um liðið síðan Skúli naut sín sem yfirmaður Bifreiðareftirlits Hafnarfjarðar á milli jeppaferðanna með félögunum.  Þá voru þeir ekki svo margir jeppakallarnir sem æddu á fjöll öllum lausum stundum enda ekki taldir með öllum mjalla.  Þeir voru nú samt þónokkrir og vissu hver af öðrum væru þeir ekki félagar úr sama hópi.  Annað en í dag þegar jeppar eru almenningseign og allir telja sig geta keyrt á fjöllum (með misjöfnum árangri...) En það er nú önnur saga.

Ég óska Skúla til hamingju með afmælisferðina og vonast til að hitta hann á fjöllum fljótlega. 


mbl.is Afmælisferð í draugahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin framundan.

Ég var að koma úr jarðaför og ég vona að ég móðgi engan en ég hef aldrei áður séð jafn marga kirkjugesti storma út að athöfn lokinni til kveikja sér í sígarettu.  Tek það fram að ég reyki ekki sjálf en það er kannski þess vegna sem ég tek eftir svonalöguðu.

Nú er ég að æða af stað í útilegu, veit ekki alveg hvert en ætli maður haldi sig ekki á suðurlandinu og kíki á torfærukeppni á Hellu á morgun.   Gaman að því.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.....svona án mín að minnsta kosti

*glottir*

Góða helgi. 


Special Olympics

Vonandi verður meiri umfjöllun í ár en áður hefur verið.  

Fatlaðir íþróttamenn fá sjaldan þá umfjöllun sem þeir eiga skilið og aldrei jafn mikla og þeir sem ófatlaðir eiga að teljast. 

Bæði finnst mér tími komi til þess að við fáum að fylgjast betur með þessu frábæra íþróttafólki og einnig langar mig persónulega til að fylgjast með frænda mínum í keppninni.  

Ég vona að keppendunum okkar gangi sem allra best og hafi gaman af ferðinni. 


mbl.is 32 Íslendingar keppa á Special Olympics í Shanghai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hans náðist?

Til hans sást eða hann náðist, blaðamaður er vinsamlegast beðinn um að ákveða sig!
mbl.is Snyrtilegur þjófur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin

var eins og við var að búast: Niðurrigndar uppgefnar rollur, kátir bændur og blautir gangnamenn.  Lúnir menn, rollur, hestar og hundar jafna sig samt fljótt sem betur fer og eftirköstin eingöngu  skrautlegir marblettir og eymsli hér og þar.

Það var ljúft að kúra í vagninum þótt hiti væri lítill yfir blánóttina en nú fer hver að verða síðastur í útilegu þetta árið.    Ég var búin að ákveða að nota helgarnar til útilegu fram að mánaðarmótum ef ég gæti en við sjáum til hvernig fer.  Mín vegna mætti koma alvöru vetur strax um næstu mánaðarmót svo ég geti skellt mér beint úr útilegugírnum yfir í jeppaferðir á hálendið...  Það er kannski óskhyggja að þessi tvö tímabil renni saman en ég ætla að minnsta kosti í útilegu um næstu helgi!

Svo þegar hættir að viðra til útilegu þarf víst að huga að vetrarplássi fyrir vagninn svo hann standi ekki úti og koðni niður.  Jæja, tökum á því þegar þar að kemur.  

 

 


Ekkert er nýtt undir sólinni.

Ég veit að eldhúsmellan hefur verið notuð með þessum hætti í fjölda ára á mörgum heimilum, ég nota hana meira að segja sjálf sem hjálparhellu í uppeldinu. 

Ég hef hins vegar ekki heyrt hana kallaða bökunarklukku áður.


mbl.is Lausn án lyfja fyrir ofvirk leikskólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttir

Ekki 10 réttir í tippinu samt, því miður...

Ég vona að þið eigið öll góða helgi framundan, ég er farin í réttir.

 


Hvaðan?

Hvaðan kemur þetta orðalag ,,Varað við nöktum börnum"?   Er það frá blaðamanni Morgunblaðsins eða er þetta raunverulega orðað þannig á síðunni að verið sé að vara við nekt barna?  Ef svo er af hverju þá, í forvarnarskyni fyrir hvern?

Þarna er verið að bjóða upp á fína flokkun á myndum fyrir þá sem eru afbrigðilegir í hugsun, ekki þar fyrir... þeir finna það sem þeir ætla sér en er ekki óþarfi að auðvelda þeim það?

Það er reyndar alltof algengt að fréttamenn dragi fram og jafnvel leggi aukna áherslu á þær hliðar mála sem gera glæpaverknað eftirsóknarverðan í augum illa þenkjandi manna.  (Til dæmis er alltaf talað um götuvirði fíkniefna í krónum talið.)   Oft er líka fjallað of ítarlega um hvar og hvernig glæpurinn var framinn í einhverjum tilvikum og fréttin getur þannig orðið eins og kennslumyndband fyrir lærdómsfúsar glæpasálir.

Þetta er a.m.k. mín tilfinning. 


mbl.is Varað við nöktum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin afsökun.

Ef  svona atvik er ekki góð ástæða til að fá sér í glas í Fríhöfninni þrátt fyrir ókristilegan tíma þá má ég hundur heita... 

Gott að meiðsli urðu ekki alvarleg en ég óska frúnum tveimur sem meiddust, góðs bata og vona að fall sé fararheill. 


mbl.is Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband